Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 23
SKINFAXI 95 arkafald buldi á húsum, en um þaS var enginn að fást. Þá var þetta kveðið: Suniur inni sjótir finna, seint þó linni hríS og byl. Unna, vinna, vefa, spinna; vona sinna kunna skil. Að endaðri kvöldvöku var lesinn húslestur og sungnir sálmar. Það var, í sannleika sagt, óvenjuleg ánægja, að sitja þessi baðstofukvöld á Eyrarbakka. Ættu slíkar samkomur sem þess- ar, að verða almennar hér á landi. Finnst mér alveg sjálfsagð- ur hlutur, að ungmennafélög taki upp þessa ágætu hugmynd um baðstofukvöld (þ. e. vinnufundi) í stað vinnulausra funda, oft á veturna. Sérstaklega eru slíkar vinnusamkomur æski- legar í þorpum og kauptúnum landsins, þar sem vinnutæki og verkefni eru við hendina. Marga ánægjustund hefi ég haft af dansi, og er hann ekki lastverður, ef í hóf er stillt, þvi að hann liðkar likamann og er sigurvænlegur til ásta. En þegar farið er að dansa kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt, jafnvel með reykingum og drykk, þá getur farið af honum mesti glansinn; þá eru eftirköstin magnleysi, geispar, hósti o. s. frv. Væri þá nokkru nær, að breyta sumum danskvöldum i baðstofukvöld, við heilnæma vinnu, skaðlausa skemmtun og uppfræðslu. Ætti Ungmennafélag Éyrarbakka að vera tekið til fyrir- myndar í þessu efni um land allt. Einnig væri í lófa lagið fyrir alþýðuskóla, og jafnvel fleiri skóla, góðtemplarafélög o. s. frv., að taka þessa hugmynd til meðferðar og fram- kvæmdar, í stað hinna eilífu dansa. Skemmtilegast væri, ef félögin gætu komið sér upp reglu- legum baðstofum, hér og hvar, til vinnufunda o. þ. h. Gæti svo farið, að baðstofukvöldin yrði mörgum drjúgur skóli, þannig, að hver lærði af öðrum, þó ekki væri um beina kennslu að ræða. Svo segir Einar Benediktsson ennfremur: Meðan álfur heimsins hátt hefja efnis menning, héðan sjálfir æðri átt andans stefnum kenning. RíkarOur Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.