Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 3
Stefán Ólafur Jónsson
Starfsíþróttir á vegum U M F í
í grein þessari verður ekki rakin saga
starfsíþrótta á íslandi nákvæmlega heldur
drepið á það helzta, sem gert hefur verið
á vegum U.M.F.Í. frá árinu 1952 til ársins
1963, eða þann tíma sem undirritaður hef-
ir unnið að þeim.
í skýrslunni mun ég nota orðið starfs-
íþróttir yfir það, sem á Norðurlandamálum
er kallað yrkestevlinger og 4—H opgave
(Boy’s and Girl’s 4—H Club Work).
U.M.F.Í. ÁKVEÐUR AÐ BEITA SÉR
FYRIR STARFSÍÞRÓTTUM.
Síðla árs 1951 mun stjórn U.M.F.Í. hafa
ákveðið að beita sér fyrir því að kynna
starfsíþróttir í ungmennafélögunum og hafa
keppni í þeim á landsmótinu að Eiðum
smarið 1952. Valdar voru þrjár greinar til
keppninnar og voru það: akstur dráttarvél-
ar, starfshlaup og að dúka borð. Með
keppni þessari skyldi vakin athygli á þess-
um nýja þætti félagsstarfsins.
Jafnframt var þess farið á leit við mig
snemma vetrar 1952 að fara til Norður-
landa, til þess að kynna mér starfsíþróttir
þar.
Um starfsíþróttir hafði þá þegar verið
ritað nokkuð í blöð hér, m.a. ritaði Þor-
steinn Einarsson, íþróttafulltrúi um þær í
Skinfaxa og Árni G. Eylands, stjórnarráðs-
fulltrúi hafði skrifað um þær í Morgun-
blaðið og hann gekkst fyrir því að hingað
Stefán Ólafur Jónsson.
komu haustið 1951 tveir af forystumönn-
um Norges Bygdeungdomslag og kynntu
starfsíþróttir á nokkrum stöðum.
Landbúnaðarráðherra skipaði nefnd 5.
apríl 1952, til þess að efla starfsíþróttir í
landinu, með því meðal annars að semja
og samræma starfsreglur í þeim greinum,
sem helzt virtist ráðlegt að teknar yrðu upp
til æfinga.
Nefndina skipuðu: Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi á Vatnsleysu í Biskupstungum, til-
nefndur af Búnaðarfélagi íslands og var
hann form., Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, tilnefndur af U.M.F.Í., Sæmundur
Friðriksson, framkvæmdastjóri, tilnefndur
af Stéttarsambandi bænda, Árni G. Eylands,
stjórnarráðsfulltrúi, tilnefndur af landbún-
3
SKINFAXI