Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 10
um — á þeim skólum, sem Iáta nemendur
sína þreyta próf og hinum, sem sleppa
prófum, en það gera lýðháskólarnir.
Hér á íslandi hafa, ef til vill, ekki verið
tök á að reka skóla öðruvísi en með próf-
fyrirkomulagi, en það hefir verið stuðzt við
grundvallarsjónarmið lýðháskólanna.
Ástæðan til þess að svo margir íslending-
ar, sem raun ber vitni, hafa gist lýðháskóla
hinna Norðurlandanna er sú m.a., að það
hefir ætíð verið einskonar hefð íslendinga
að fara til útlanda. Aftur á móti hafa til-
tölulega fáir útlendingar heimsótt ísland.
Við höfum heyrt ýmislegt um landið, en
ekki kynnzt því persónulega. En nú á þetta
að breytast, eftir að norrænn lýðháskóli
hefir verið stofnaður. 65 Norðmenn, Svíar
og Danir komu hingað til að taka þátt í
þessu fyrsta námskeiði. Einnig voru hér
þátttakendur frá Færeyjum, Grænlandi og
Ameríku. Og ég held að mér sé óhætt að
fullyrða, að fleiri munu koma í framtíð-
inni.
Þeir sem hér hafa dvalizt nú á þessu
námskeiði, hafa hrifizt svo mjög af land-
inu, að ástæða er til að ætla að nú snúist
straumurinn við, og það verði ekki ein-
göngu íslendingar, sem ferðast til hinna
Norðurlandanna, heldur aukist nú tala
þeirra norrænu lýðháskólanemenda, sem
fara til íslands. Vegna loftsamgangna nú-
tímans liggur ísland nú í skurðdepli milli
Ameríku og Evrópu, þó að það tilheyri
þeirri síðarnefndu.' Það hefir snortið okk-
ur djúpt að kynnast þessu landi, sem öld-
ur íshafsins leika um norðaustanvert, en er
að öðru leyti í örmum hins hlýja Golf-
straums Atlantshafsins. Við höfum þann
stutta tíma, sem við höfum dvalið hér,
komizt í náin tengsl við landið, þar sem
heitir og kaldir loftstraumar berjast stöð-
ugt um yfirráðin, og eldur og ís heyja bar-
áttu, sem er í senn hrífandi og ægileg.
ísland var öldum saman útvörður nor-
rænnar menningar og kristni. Þar var ekki
einungis hlúð að þeirri menningu, sem íbú-
unum hlotnaðist frá Evrópu, heldur voru
þar sköpuð ný andleg verðmæti í beinu
framhaldi af arfleifð forfeðranna.
Ég mun nú snúa mér að norræna lýðhá-
skólanum í þeirri mynd, sem hann hefir
verið starfræktúr hér á íslandi, og eins og
við hugsum okkur hann rekinn í framtíð-
inni.
Það hefir oft verið minnzt á lýðháskóla
á íslandi og margir furða sig á því að allir
erfiðleikar skuli skyndilega vera úr sögunni
og skólinn tekinn til starfa.
Við höfum undirbúið jarðveginn í nökk-
ur ár og nú er fræið gróðursett. Og mun
bera ávöxt, held ég að ég megi segja. Hin-
ar sérstöku kennsluaðferðir, sem notaðar eru
í norræna skólanum erlendis og verða einn-
ig notaðar hér, gera aðilunum kleyft að
færa sér staðsetningu skólans í nyt í miklu
ríkara mæli en tíðkazt hefir annarsstaðar.
Nemendurnir sitja ekki heima í skólanum
allt námskeiðið, þeir eyða ekki öllum tím-
anum í fyrirlestrarsal, bekkjarstofti eða
bókasafni — nei, þeir ferðast um landið
og sjá og reyna margt af því, sem þeir
hafa lesið eða heyrt um í skólanum.
Þessi víxláhrif, undirbúningur, persónu-
leg reynsla og enduríhugun er ákaflega ár-
angursríkt og vekjandi vinnufyrirkomulag,
sem hefir verið þaulreynt um 30 ára skeið
af alþjóðlegu lýðháskólahreyfingunni í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Að nokkru
leyti fer svo kennsla fram á venjulegan
hátt; — þá eru haldnir fyrirlestrar, sam-
10
SKINFAXI