Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 4
aðarráðherra. Nefnc! þessi starfaði til ársins 1956, en ekki eftir þann tíma, svo að mér sé kunnugt um. Þegar ég féllst á að fara utan, til þess að kynna mér starfsíþróttir, fékk og til þess 5.000.00 kr. styrk frá landbúnaðarráðherra. Ég var orðinn fasrur kennari við gagn- fræðaskóla í Reykjavík og því aðeins um það að ræða fyrir mig að nota sumarleyfi mitt til þéss. Þar að auki hafði ég þá þegar ákveðið að kvnna mér skólamál í Bretlandi í júnímánuði þetta ár, og gerði ég það, en fór beint þaðan til Danmerkur, síðan til Svíbjóðar, en hafði skamma viðdvöl í báð- um þessum Iöndnm. Síðan hélt ég til Nor- egs og dvaldi þar til ágústlok'á. Skipulag ferðar minnar um Noreg annaðist Norges Bygdeungdomslag af einstakri alúð. Gafst mér þarna ágætr tækifæri til þess að kynn- ast félagsstarfinu og taka þátt í því. UNDTRBÚNINGUR AÐ FRÆÐSLU í STARFSÍÞRÓTTUM HEFST. Strax og ég kom heim gerði ég bæði stjórn U.M.F.Í og starfsíþróttanefndinni grein fyrir því markverðasta. sem ég sá og þeim viðhorfum, er ég hafði myndað mér til þessa nýja þáttar í félagsstarfi ung- ennafélaca. Þau viðhorf eru í flestum at- riðum óbreytt síðan. Megin-markmið starfsíþróttanna, auk hins almenna félagslega gildis, sem þær hafa, er að vekja virðingu fyrir vinnunni, að kenna og æfa ýmis störf, kynna nýjung- ar við störfin, bæði er snertir vinnuaðferð- ir og tæki, og síðast en ekki sízt að gang- ast fyrir starfskeppni. þar sem æskufólk kepnir hvert við annað og hinum færustu veitt viðurkenning sjálfum sér og öðrum til hvatningar. Starfsíþróttirnar gegna því, að vissu marki, sama tilgangi og fræðsla í skólum. Stjórn U.M.F.Í. fól mér þegar að fara að undirbúa framkvæmdir í starfsíþrótmm á vegum ungmennafélaga. Með fullu sam- þykki starfsíþróttanefndar voru fyrsm verk- efnin valin og þau undirbúin, en þau voru: dráttarvélarakstur, nautgripadómar, sauð- fiárdómar, hestadómar, línstrok og þríþraut. Áður hafði verið gengið frá reglum um starfshlaup og að leggja á borð. VerkefnÍ þessi em öll tekin úr landbún- aði og hússtjórn, svo hefur og verið í flest- um Iöndum, sem upp hafa tekið starfs- íþróttir. Landbúnaður á víða í vök að verj- ast og era starfsíþróttirnar iðkaðar til þess að glæða áhuga æskufólksins fyrir landbún- aðinum og efla trú þess á hann. Vemrinn 1952—’53 notaði ég til þess að láta prenta fyrsm leiðbeiningarnar. Naut ég þar aðstoðar sérfróðra manna. Dr. Hall- dór Pálsson tók saman verkefni um sauðfé, Hjalti Gestsson, ráðunaumr, um nautgripi, Gunnar Bjarnason, ráðunaumr, um hesta og Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, um dráttarvélaaksmr. Samræmt matskerfi fyrir búfé var nú upp tekið eftir norskri fyrir- mynd. kennsla HEFST í STARFSÍÞRÓTTUM Vorið 1953 í júníbyrjun hóf ég kennslu í starfsíþróttum hjá ungmennafélögum. ferðaðist ég milli félaganna og kynnti og kenndi starfsíþróttir. Leitaði ég jafnan sam- vinnu við formenn búnaðarsambanda og héraðsráðunauta. Ég setti upp ökubrautir fyrir keppni í dráttarvélaakstri, fór í fjárhús, fjós eða hesthús, ef svo bar undir og kenndi bú- fjárdóma. Oft önnuðust héraðsráðunautar 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.