Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 6
NÝ VERKEFNI Strax sumarið 1953 var farið að athuga að senda hingað mann frá Bandaríkjunum á vegum F.O.A. (Foreign Operations Ad- ministration). Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri hafði fyrst milligöngu um það, síðan tók ég upp beint bréfasamband við manninn sem sendur var, en hann var af íslenzku bergi brotinn, Mat. A. Thorfinson að nafni. sem við köllum hér Matthías Þorfinnsson. Dvaldi Matthías hér í 6 mán- uði eða frá því í apríl og fram í október. Var mér falið að skipuleggja starf hans hér Ég ferðaðist með honum um landið í nær 5 mánuði Við kynntum sérstaklega þær starfsíþróttir, sem kenndar voru við 4—H félögin í Bandaríkjunum. Sá megin- munur er á þessum verkefnum og hinum, sem byrjað var með hér. að unnið er að 4—H verkefnum langan tíma e.t.v. mán- uði eins og t.d. ræktað er grænmeti, alin upp húsdýr. hirt um vélar eða annað þess háttar Að hausti er svo haldin sýning, þar sem unglingarnir leggja fram vinnuskýrslur og sýna árangur verksins. Hin verkefnin voru „einsdagskeppni" Við kynntum þessi verkefni með erindum á fundum. Ijósmyridum, kvikmyndum og í prentuðu máli Á nokkrum stöðum rækt- uðu unglingar að okkar tilhlutan grænmeti og kartöflur. Við leituðum, eins og ég hafði gert sumarið áður, samstarfs við búnaðarráðu- nauta og formenn búnaðarsamtaka. Enn- fremur ræddum við við námstjóra hús- mæðrafræðslunnar og ýmsa húsmæðra kennara. Um starf okkar skrifaði Matthías Þorfinnsson greinargóða skýrslu, sem send var landbúnaðarráðuneytinu hér og stjórn- inni í Washington. Tveimur árum síðar kom svo hingað til lands annar maður frá F.O.A., var það dr. Þórður Þórðarson, prófessor. Hann átti m.a. að kynna sér árangur af dvöl Matthíasar hér og hvetja til aukinna starfsíþrótta. Þetta sumar 1954 voru háð nokkur starfsíþróttamót, hið merkasta þeirra var Hveragerðismótið 5. sept. Keppendur voru þar 90 í 8 starfsgreinum. Um þetta mót skrifaði ég grein í Morgunblaðið . 17 sept. 1954 og í 3. h. Skinfaxa sama ár, vísast hér til þessara greina. NORRÆNIR GESTIR. Sumarið 1954 kom hingað framkvæmda* stjóri sænsku ungmennafélaganna í starfs- íþróttum Alvar Lindberg. Ræddi ég og aðr- ir forystumenn ungmennafélaga hér mikið við hann um skipulagsmál umf.. Þetta sumar störfuðu 97 ráðunautar að starfs- íþrótmm í Svíþjóð og höfðu þeir það ýmist sem aðalstarf eða aukastarf. Alvar Lindberg flutti einnig stutt spjall í útvarp hér um starfsíþróttir. Lars Korval, búnaðarmálastjóri frá Nor- egi flutti erindi og sýndi kvikmynd uffl starfsíþróttir í Noregi. FJÁRHAGSÖRÐGLEIKAR. Árin 1953 og 1954 höfðu orðið mjög útgjaldasöm vegna starfsíþróttamála. Mikill tilkostnaður varð af kennslunni, mikil ferðalög og prentunarkostnaður auk launa leiðbeinenda. UMFÍ fékk 25.000.00 króna ríkisstyrk, vegna starfsíþrótta og svo hefur verið ae síðan þar til 1964 að smáhækkun varð á styrknum. Landbúnaðarráðuneytið tók að sér að greiða míkinn hluta af kostnaði, vegna Matthíasar Þorfinnssonar, og Stéttar- 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.