Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 12
Frá skrifstofu U M F í Héraðsþing USAH Framkvæmdastjóri UMFÍ heimsótti hér- aðsþing Ungmenasambands Austur-Húna- vatnssýslu, sem haldið var á Blönduósi 26. marz 1964, og flutti þar erindi. Á þinginu voru fulltrúar frá öllum sambandsfélögum nema einu. Kristófer Kristjánsson var kos- inn formaður í stað Ingvars Jónssonar. Héraðsþing UMSE Héraðsþing Ungmennasambands Eyfirð- inga var haldið dagan 11. og 12 apríl 1964. Sambandsstjóri, Eiríkur J. Eiríksson, var á þinginu og flutti þar erindi á kvöldvöku. UMF Víkverji 9- október 1964 var stofnað ungmenna- félag í Reykjavík, sem hlaut nafnið Vík- verji. Stofnendur voru 70. Stjórn skipa: Halldór Þorsteinsson formaður, Valdimar Óskarsson ritari og Sigurður Sigurjónsson gjaldkeri. Félaginu hefur verið veitt inn- ganga í Ungmenafélag íslands. Þrastaskógur í sumar hefur verið unnið við leikvang- inn í Þrastaskógi. Nú er aðeins eftir að jafna gróðurmold yfir völlinn og sá í hann. Langt er komið að reisa veitingaskálinn í\ Þrastaskógi. Sérstök nefnd hefur séð um þá framkvæmd: Skúli H. Norðdahl, arki- tekt, hann teiknaði skálann, Ármann Pét- ursson og Skúli Þorsteinsson. Er talið lík- legt að hægt verði að starfrækja skálann af fullum krafti næsta sumar. Hafsteinn Þorvaldsson hefur haft daglega umsjón með skálabyggingunni og verið nefndinni til að- stoðar. Laxveiðiréttindi í Soginu voru Ieigð Osvald Knudsen í sumar. Skógarvörðurinn í Þrastaskógi sá um gróðursetningu í skóg- inum eins og að undanförnu. Settar voru niður um 5000 plönrar með aðstoð ung- mennfélaga úr nágrenninu. Aðsókn al- mennings í skóginn vex með hverju ári. Umgengni er góð. Minningarsjóður Aðal- steins Sigurðssonar Það hefur verið hljótt um þennan sjóð síðustu árin og hann hefur lítið aukizt, svo sem oft vill verða um slíka sjóði. Nú hefir sjóðsstjórnin auglýst styrk úr sjóðnum og er þess að vænta að einhver góður ungmennafélagi notfæri sér styrk þennan. Þar sem þetta er eini sjóðurinn, er styrk- ir aðeins efnilega ungmennafélaga til náms, svo sem reglugerð sjóðsins ber með sér, er þess að vænta, að ungmennafélagar veiti sjóðnum meiri athygli eftirleiðis og styrki hann eftir því sem efni og ástæður leyfa, m.a. með minningargjöfum. Aðalsteinn Sigmundsson var á sínum tíma einhver ágætasti og fórnfúsasti starfs- maður ungmennafélaganna og það sæmir vel minningu hans, að styrkja nefndan sóð svo rækilega, að hann komi að verulegum notum í framtíðinni, þeim er vilja vinna fyrir hugsjónir ungmennafélaganna. Minningarspjöld munu fást eftirleiðis á skrifstofu U.M.F.Í. í Reykjavík. Stjórnin. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.