Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 30
Frá héraðssamböndunum 1964
Héraðsþing HSS
20. ársþing Héraðssambands Stranda-
manna var haldið á Hólmavík 19. apríl ’64.
Þingið sátu 13 fulltrúar frá 4 sambands-
félögum. Félögin lögðu 6 mál fyrir þingið,
sem voru rædd og afgreidd. Frá stjórninni
komu 6 tillögur um málefni sambandsins.
Stjórnarkosning: Guðjón Jónsson formaður,
Bjarni Halldórsson varaformaður, Grímur
Benediktsson gjaldkeri, Pálmi Sæmundsson
ritari, Magnús Ingimundarson meðstjórn-
andi.
Úr skýrslu HSH
Sundmótið var haldið að Kolviðarnes-
laug í júni Þátttakendur voru 30.
Héraðsmótið var haldið að Görðum í
Staðarsveit í júlí. Þátttakendur í íþrótta-
keppninni voru rúmlega 60.
Drengjamót fór fram í september að
Arnarstapa. Keppendur voru 25.
Þá keppti sambandið í frjálsum íþrótt-
um við Héraðssambandið Skarphéðinn að
Félagslundi í Gauverjabæjarhreppi.
Haldnar voru tvær samkomur til fjár-
öfiunar fyrir sambandið.
íþróttaráðunautur hefur starfað á vegum
sambandsins, og hefur starf hans borið
góðan árangur. Námskeið var haldið í í-
þróttum. Sambandsfélögum voru skrifuð
bréf um þau verkefni, sem sambandið beit-
ir sér fyrir.
50
Frá starfi UMSE
Héraðsmót Ungmennasambands Eyja-
fjarðar var haldið að Laugalandi. Keppt var
í 19 íþróttagreinum karla og kvenna
Sambandið minntist 40 ára afmælis að
Freyvangi. Bændadagur var haldinn, sem
að undanförnu með skemmtiatriðum og
keppni í íþróttum.
Komið var á drengja- og kvennamóti í
íþróttum. Margir keppendur tóku þátt í
hinum ýmsu frjálsíþróttamótum, sem hald-
in voru á Akureyri. UMSE hafði umsjón
með skíðalandsgöngunni í héraðinu. Knatt-
spyrnulið sambandsins háði marga kapp-
leiki við ýmsa aðila, og auk þess var haldið
héraðsmót í knattspyrnu.
Fjórir kennarar störfuðu meira og minna
hjá sambandinu. Áhugi er mikill fyrir í-
þróttum.
Nokkrir fyrirlestrar voru fluttir á vegum
UMSE, 2200 trjáplöntur voru gróðursettar
í Oxnadal. Keppt var í dráttarvélaakstri
og plöntugreiningu á bændadaginn. Komið
var á héraðsmóti í skák, og teflt við Akur-
eyringa.
Mörg félögin starfa vel .Mikið er um
það, að unga fólkið hverfi að heiman yfir
veturinn, og háir það félagsstarfinu.
UMSD
Héraðsmót Ungmennasambands Dala-
manna var haldið að Nesodda, og var
keppt þar í frjálsum íþróttum.
SKINFAXI