Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 7
samband bænda lagði fram nokkra upp-
hæð til prentunarkostnaðar. Ennfremur
fengust peningar í gegnum sendiráð Banda-
ríkjanna til þýðinga. Þrátt fyrir þessi fram-
lög reyndist óhjákvæmilegt að minnka bæði
leiðbeiningar og útgáfukostnað næstu árin,
og hefur sú þróun haldið áfram. Æ minni
aðstoð hefur UMFÍ getað veitt félögunum
vegna aukins tilkostnaðar við alla starf-
semi síðustu árin.
STARFSÍÞRÓTTIR OG LANDSMÓTIN.
Þegar starfsíþróttírnar voru teknar upp
á vegum UMFÍ var strax ákveðið að taka
þær inn á landsmót félaganna. Var þegar
farið að æfa þær greinar, sem keppa átti
í á landsmótinu á Akureyri, en þær voru
7. Keppendur urðu 92. Settu starfsíþrótt-
irnar mjög svip sinn á mótið.
Á afmælishátíð ungmenna, sem haldin
var á Þingvöllum 1957, en þá voru liðin
50 ár frá stofnun UMFÍ, var ekki hægt að
koma starfsíþróttum við. Hinsvegar var
keppt í 7 greinum á Laugamótinu 1961 og
í tveim aldursflokkum í hverri grein. Alls
voru milli 90 og 100 keppendur.
Keppnisgreinar voru
Saumur og línstrok,
Matreiðsla,
Jurtagreining,
Gróðursetning trjáplantna,
Dráttarvélaakstur,
Nautgripadómar,
Hestadómar.
STARFSÍÞRÓTTAMÓT
NORÐURLANDA.
Samstarf er milli ungmennafélaga Norð-
urlanda á ýmsum sviðum félagsmála. Hafa
félögin með sér samband og sér það um
starfsíþróttamót þriðja hvert ár.
Fyrsta mótið, sem íslendingar tóku þátt
í var haldið í Lingköping í Svíþjóð 1956.
Fór ég þangað með 5 keppendur. Tvo pilta
og þrjár stúlkur. Fólk þetta var úr Rang-
árvalla-, Árnes-, Þingeyjar- og Kjósarsýslu.
Var ferðin fyrst og fremst farin, til þess að
kynnast stárfsíþróttum á Norðurlöndum.
Ekki hlutu ísl. kepepndurnir nein verðlaun,
en þátttaka þeirra vakti vissulega mikla at-
hygli. Mikið var skrifað um starfsaðferðir
þeirra í blöð og þóttu að ýmsu Ieyti at-
hyglisverðar.
Næsta mót var svo haldið í Danmörku
1959- Þangað fór ég ásamt frk. Steinunni
Ingimundardóttur, húsmæðraráðunaut
Kvenfélagasambands íslands. Ég hafði leit-
að eftir samvinnu við konurnar um starfs-
íþróttir kvenna og var för Steinunnar af
þeim toga spunnin. Síðasta norræna starfs-
íþróttamótið var svo háð í Noregi haustið
1962. Þangað fór 10 manna hópur. Aðeins
4 fóru þó til þátttöku í keppni, en hinir
fóru til þess að kynna sér starfsíþróttirnar.
Ferðin tók 10 daga og var tíminn notaður
eftir því, sem tök voru á til kynnisferða
og samtala við forystumenn félaga.
Tveir íslendingar sóttu námskeið í starfs-
íþróttum, sem haldið var á Unnestad í
Svíþjóð dagana 14.—26. 2. 1955. Þeir, sem
námskeiðið sóttu voru Árni Guðmundsson,
skólastjóri íþróttakennaraskóla fslands og
Magnús Óskarsson búfræðikennari á
Hvanneyri.
AÐKALLANDI VERKEFNI.
Hér að framan hefur verið rakið í stór-
um dráttum það, sem gert hefur verið og
mun ég nú drepa á nokkur atriði, sem
SKINFAXI
7