Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 11
talstímar, rökræður og veitt verkefni, sem ýmist á að leysa af hópum eða einstakling- um, o.s.frv. Ef skólinn býr við sömu skilyrði alstað- ar, þá er hægt að læra allt hið sama á ís- landi, sem Iært er í hinum löndunum, og miklu meira að auki. Norrænn lýðháskóli hefir ætíð veitt nem- endum sínum kennslu í þekkingarfræði, þar sem tekin eru til meðferðar trúarleg og heimspekileg efni, með það fyrir aug- um að fá nemendur til að kryfja viðfangs- efnin til mergjar og taka sjálfstæða afstöðu til þeirra, og einnig fjölskyldufræði, en þar er daglegt líf nútímamannsins skoðað í Ijósi þeirra nýju viðhorfa, sem nemendurn- ir hafa kynnzt. ísland er ákaflega ákjósanlegt land til slíks skólahalds. Það hefir varðveitt bezt allra norðurlandanna fornnorræna menn- ingu, en samt tileinkað sér hinn nýja tíma. Þjóðfélagshættir sérstæðir, en þó kannan- legir. Hér ættu menn að geta haft full not af námi, bæði innan skólans og utan. Að síðustu ætla ég að segja í fám orð- um, hvernig ætlunin er að norræni lýðhá- skólinn á íslandi starfi framvegis. Ef gert er ráð fyrir sama ríkisframlagi til skólans og veitt er á hinum Norður- löndunum er meiningin að koma á föstum norrænum Iýðháskóla á íslandi, sem mundi veita viðtöku um það bil 50 nemendum frá íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og auk skólastjóra yrði einn kennari frá hverju landi nema Finnlandi. Þetta yrðu eitt eða tvö löng háskólanám- skeið, í byrjun 6 mánaða vetrarskóli, frá október til marz og eitt eða fleiri sumar- námskeið, fyrst fjögurra vikna n:mskeið í júlí. Kennd yrðu aðalfög Iýðháskólanna og auk þess ferðazt um landið til lengri eða skemmri tíma, þannig að nemendurnir kynnist vel íslenzku þjóðlífi. Sérhver kenn- ari kennir á sínu móðurmáli og nemend- urnir verða að læra íslenzku nægilega vel til að geta fleytt sér í viðræðum við ís- lendinga. Það er von okkar að smátt og smátt verði kennarar skólans nokkurs konar nor- rænir menningarsendiherrar, meðal annars með því að senda fréttir og greinar um ís- land til Nordisk Pressebureau. Er það nú nokkur fjarstæða að ætla að þetta skólafyrirkomulag geti blessazt á ís- landi? Við álítum vegna þeirrar reynslu, sem þegar er fengin að áhuginn sé nægur og enginn skortur verði á nemendum. Með þeirri lýðháskólalöggjöf, sem sett hefir ver- ið á hinum Norðurlöndunum er hugsanlegt að nemendtir geti fengið héraðs- og ríkis- styrk til náms á íslandi. Danskur nemandi sem fær skólavist sína að mestu ókeypis í dönskum skóla, þyrfti þá aðeins að greiða ferðakostnað. Hann er um það bil 600 danskar krónur og ætti að vera viðráðan- legur hverjum þeim, sem sækja vildi skól- ann á íslandi. Frá íslenzku sjónarmiði ætti þetta að vera fýsilegt, því að ríkisstyrkur frá hinum Norðurlöndunum eru hreinar tekjur fyrir ísland. Við vonum að íslenzk æska sæki nor- ræna lýðháskólann og gleðjumst yfir því að hún heimsæki skólana á hinum Norðurlönd- unum. Ánægjulegast er þó að vita, að með starfrækslu norræns skóla á íslandi er straumnum snúið hingað og hinn duldi á- hugi, sem víða hefir leynzt, getur nú feng- ið útrás. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.