Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 14
Þorsteinn Skúlason:
SKÁKÞÁTTUR
Reykjavíkurmótið 1964
Það má ef til vill segja, að það sé að
bera í bakkafullan lækinn að skrifa um
Reykjavíkurmótið hið meira 1964 í Skin-
faxa nú eftir dúk og disk. En aldrei er
góð vísa of oft kveðin, og mun ég breyta
samkvæmt því.
Þetta mót mun vera næst sterkasta mót,
sem háð hefur verið hér á landi. En hið
öflugasta var Heimsmeistaramót stúdenta,
er hér var haldið sumarið 1957. Þá var
Michail Tal einnig meðal keppenda, en
fyrr á því ári hafði hann skotizt upp á
stjörnuhimin skákarinnar með því að
sigra á Skákþingi Sovétríkjanna. Á stúd-
entamótinu vakti hann mesta athygli allra
keppenda og náði beztum árangri. Svo
varð einnig nú og kom engum á óvart.
Hann tefldi af krafti og áræði og lagði
m. a. að velli tvo skæðustu keppinauta
sína, þá stórmeistarana Friðrik og Gligor-
ic. 12^2 vinningur úr 13 skákum á þetta
sterku móti er árangur, sem jafnvel hinir
sterkusm geta verið ánægðir með.
Júgóslavneski stórmeistarinn Svetosar
Gligoric, sem varð í 2. sæti með IIV2
vinning, hefur verið einn af fremstu skák-
meisturum heims síðasta áratuginn. Hann
varð fjömtíu og eins árs daginn, sem síð-
asta umferð var tefld, og kom því árang-
urinn í mótinu honum sem bezta afmælis-
gjöf. Þetta var í fyrsta sinn sem hann gisti
ísland, en það hafði lengi staðið til, þótt
eigi gæti orðið af því fyrr. Gligoric er
fleira til Iista Iagt en skáksnilldin ein.
Hann er stúdent að mennt, hefur stundað
háskólanám í ensku og talar hana mjög
vel auk fleiri tungumála. Hann er einnig
vel ritfær, og nú um þessar mundir er að
koma út bók eftir hann í heimalandi hans.
Hún hefur inni að halda þætti um menn
og málefni, sem hann hefur kynnzt á ferð-
um sínum um heiminn. Gligoric hafði við
orð, þegar hann var hér, að hann myndi
kannske rita eitthvað um íslandsferð sína
er heim kæmi.
Jafnir í þriðja sæti með 9 vinn. hvor
urðu þeir Friðrik Ólagsson og Norðmaður-
inn Svein Johannessen, sem er alþjóðlegur
meistari. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
Johannessen heimsækir ísland. Hann var
þátttakandi í Minningarmóti Eggerts Gilf-
ers, sem haldið var sér 1960. Hann varð þá
í 5. sæti af 12 kepp. og þótti ekki standa
sig eins vel og búast hefði mátt við, þar
eð hann var þáverandi Norðurlandameisari.
Nú tefldi hann miklu betur, og má hann
vel við sinn árangur una, að komast þarna
á hlið við einn af fremstu stórmeisturum
heimsins.
Friðrik tefldi fyrstu sjö umferðir móts-
ins mjög vel, en eftir það slakaði hann
mjög á klónni og varð frammistaða hans
í mótinu því eigi svo góð, sem menn
höfðu vænzt og vonazt eftir.
í 5. sæti kom svo hinn nýsjálenzki al-
þjóðameistari Robert Wade með 7Vi vinn.
Wade fór hægt af stað, hafði einungis
14
SKINFAXI