Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 9
Christian Bönding: Norrænn lýðháskóli á íslandi Þessi grein er kjarninn úr út- varpserindi eftir Christian Bönd- ing ritstjóra frá Kaupmanna- höfn, sem fiutt var í Ríkisút- varpið 17. júlí 1964. Fyrir fjórum árum var byrjað að undir- búa starfsemi fyrsta norræna lýðháskólans, og nú er hann orðinn að raunveruleika á íslandi. Ég ætla að leyfa mér að hverfa í hugan- um hundrað ár aftur í tímann. Þegar Dan- mörk beið ósigur fyrir Þýzkalandi í stríð- inu 1864, varð ein afleiðing þess sú, og ekki hin þýðingarminnsta, að hinir ungu lýðháskólar á Norðurlöndum efldust geysi- lega. Næstu tíu árin var fjöldi nýrra skóla stofnaður, svo að þetta er með réttu kallað tími lýðháskólanna á Norðurlöndum. Þess- ir skólar voru ólíkir um margt, þar eð hver um sig bar svip af sínum forstöðumanni. Fyrir aldarlok var það komið í ljós að þeir skólar, sem tileinkuðu sér alþýðlega, kristilega lífsskoðun, áttu mestu fylgi að fagna hjá unga fólkinu. Mikilsvert var það, að margir þeirra manna, sem stofnuðu skóla á Norðurlönd- um, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- Iandi, voru tengdir vináttuböndum frá unga aldri og höfðu verið nemendur hins mikla andans jöfurs Grundtvigs Má þar nefna nöfn, sem eflaust eru enn kunn á íslandi — eins og Ludvig Schröder og Askov, Ernest Trier og Vallekilde, Nörregárd og Baagö á Testrup og svo Frede Boisen á Mön. Orð Kristens Kolds og Ludvigs Schröders 1866 lýsa vel anda hinna fyrstu lýðháskóla. Kenning Kolds var hinn persónulegi sann- leikur: Æskumaðurinn þarf að læra að þekkja sjálfan sig og standa á eigin fótum. En Schröder vill meira: Lífið er einskis virði, segir hann, ef við lifum ekki vegna einhvers, sem er stærra og mikilfenglegra en við sjálf. Báðir gátu þessir menn orðið sammála um, að hvorttveggja þetta væri nauðsynlegt. Lýðháskólinn dafnaði vel í Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku, en hvers- vegna slóst ísland ekki í hópinn? Ekki var það vegna þess að íslendingar hefðu ekki áhuga á honum. Þeir sóttu einmitt skól- ana í nágrannalöndunum. Mér segir einnig hugur um, að menntun margra þeirra ís- lendinga, sem langskólagegnir eru og nú í stöðum við háskólann, eigi rætur í lýðhá- skólahreyfingunni, eins og hún var á Norð- urlöndum. Ef til vill er það að einhverju leyti skýr- ingin á því, að lýðháskólinn náði aldrei fótfestu á íslandi, að andi hans hafi lifað innan æðri skólanna? Það er óhætt að segja, að í Noregi. Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku sé mikill mismunur á lýðháskólunum og háskólun- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.