Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1964, Blaðsíða 18
Hvítt Magnús Sólmundarson. Svart: Svein Johannessen. CARO-CAN VÖRN. 1. e4 c6 Caro-Can vörnin þykir mjög traust, en hins vegar er erfitt fyrir svartan að flækja taflið sér í hag, þegar henni er beitt. Vinsældir varnarinnar hafa mjög aukizt, síðan Botvinnik beitti henni með góðum árangri í einvígjum sínum við Tal. 2. d4 d5 3. Rc3----------- Hér er stundum leikið 3. exd5 cxd5 4. c4 og kemur þá fram Panow-árásin svonefnda. 3. -dxe4 4. Rxe4 Rf6 Hér er 4. — Bf5 5. Rg3 Bg6 algengari léið. 5. Rxf6 gxf6 Þessi leikur hefur þann kost fram yfir exf6, að hann kemur í veg fyrir, að hvítur fái peðameirihluta á drottningar- væng. Hins vegar veikir hann kóngs- væng svarts og minnkar stórlega mögu- leika hans á því að hróka stutt. 6. Bf4 Db6 7. Hbl ---------- Það er vafasamt að eyða * leik í að valda þetta peð. Eftir t.d. 7. Rf3 Dxb2 8. Be2 virðist hvitur ekki standa illa að vígi. Hann hefur lokið skipan léttu mannanna og er reiðubúinn að hrókera, en svartur á sinni liðskipan ólokið. 7. ---- Be6 8. b3 Bf5 Svartur hefur nú leikið sama mann- inum tvisvar í byrjuninni ,sem þykir að jafnaði ekki gott, en honum hefur tekizt að skapa veilur í drottningarvæng hvíts (svörtu reitirnir), og það reynist þungt á metunum, þegar fram í sækir. Bd3 er sennilega sterkara. 9. Bc4 ---- 10. a4 0—0—0 11. Re2 c5 Þessi leikur er mjög óþægilegur fyrir hvítan og varla unnt að benda á nokkra viðunandi lausn á vandanum. 12. Bxa6 Dxa6 13. Be3 cxd4 14. Rxd4 e5 15. gefið. Hvítur hafði hugsað sér að leika 15. Df3, en það strand^r á 15. — Bb4f, sbr. athugasemd við 8. leik hvíts. Að móti þesu stóðu Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur í sameiningu. Var framkvæmd þess mög til sóma öllum að- standendum þess. Sérstaklega vil ég nefna eitt atriði, sem var mjög vinsælt, en það var, að allar skákir hverrar umferðar voru gefnar út prentaðar að henni lokinni. Hin- ir erl. keppendur rómuðu' mjöð aðbúnað all- an, bæði á skákstað og á Hótel Sögu, þar sem þeir bjuggu meðan mótið stóð yfir. Mótið var haldið í miningu Péturs Zóp- haníasarsonar, en 31. maí 1946 voru liðin 85 ár frá fæðingu hans. Hann var frum- kvöðull að stofnun Taflfélags Reykjavíkur árið 1900. Hann var um langt árabil snall- asti skákmaður á íslandi og fyrsti íslands- meistari í skák. Hann skrifaði fyrsta skák- þátt í íslenzkt blað, Þjóðólf, og hann skrif- aði einnig fyrstu kennslubók í skák, sem út kom á íslandi. Sonur hans, Áki Péturs- son, sem einnig var kunnur skákmaður á sínum tíma, var skákstóri mótsins. Það mun vera ætlun þeirra, er að mót- inu stóðu, að halda slík mót framvegis á tveggja ára fresti og bjóða til þeirra er- Iendum meisturum eins og nú. Txminn, sem valinn er til mótsins, er einkar heppi- legur vegna þess, að þá er hinum árlegu skákmótum í Hastings og Bewerwick ný- Iokið og handhægt að fá hingað einhverja þeirra, sem þar hafa teflt. Ber að fagna mjög þessari gælsilegu fyrirætlan forystu- manna íslenzkra skákmála, því ekki er að efa að slík mót munu verða mjög til efl- ingar skákmennt í landinu. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.