Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 3

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 3
UMFÍ á Sauðárkróki 15. sambandsráðsfundur UMFI var haldinn á Sauðarkróki 25. september s.l.. Fundinn sátu 13 fulltrúar héraðs- sambanda og úr stjórn UMFÍ. Auk tess voru á fundinum tveir fulltrúar úr Þrastaskógarnefnd og ritstjóri Skinfaxa. Því miður vantaði á fundinn fulltrúa allmargra héraðssambanda. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri, setti fundinn með ræðu og stjórnaði honum. Fundarritarar voru beir Guðmundur Sigurðsson og Valdi- mar Óskarsson. Framkvæmdastjóri UMFl, Ármann Pétursson skýrði skýrslu stjórnarinn- ar, sem lögð hafði verið fyrir fundinn. I skýrslunni er m.a. greint frá þeirri hugmynd, að efla starfsíþróttir með bréfaskólakennslu. Rakti fram- hvæmdastjóri skýrsluna lið fyrir lið og lýsta framgangi þeirra mála, sem stjórnin hefur unnið að. Umræður Urðu engar um skýrsluna. Helztu atriði skýrslunnar eru birt hér aftar í blaðinu. Tillögur Lagðar voru fram fjölmargar tillögur bæði af stjórninni og einstökum full- trúum. Voru tillögurnar ræddar og þeim síðan vísað til nefnda. Meðal þeirra var tillaga um tilhögun íþrótta- keppninnar á næsta landsmóti, sem birt var í síðasta hefti Skinfaxa. Aðrar tillögur, sem samþykktar voru á fundinum, verða birtar hér á eftir. Um Þrastaskóg Stefán Jasonarson, formaður milli- þinganefndar um málefni Þrastaskóg- ar, hafði framsögu um álit nefndar- innar. Gerði hann ýtarlega grein fyrir starfi nefndarinnar. Hann rakti sögu skógarins og framkvæmda þar, og lýsti tillögum nefndarinnar um fram- tíð staðarins. 1. Skipulag skógarins. 2. Framkvæmdir við íþrótta svæð- ið. 3. Bygingaframkvæmdir. 4. Fjáröflunarleiðir. 5. Samstarf við héraðssamböndin. Allmiklar umræður urðu um Þrasta- skóg, og kom glöggt í ljós áhugi ung- mennafélaga fyrir þessari eign sinni og framtíð hennar. Varðandi Þrastaskóg var samþykkt eftirfarandi tillaga á fundinum: „Sambandsráðsfundur þakkar milli- þinganefnd í Þrastaskógarmálinu starf og álit og telur rétt, að nefndin leggi SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.