Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Síða 6

Skinfaxi - 01.09.1966, Síða 6
skorar á Alþingi og ríkistjórn að efla félagsheimilasjóð, svo að honum verði unnt að gegna hlutverki því, er honum var upphaflega ætlað með lögum frá 1947.“ ,,15. sambandsráðsfundur UMFI beinir þeim tilmælum til hæstvirts menntamálaráðherra, að hann leggi fyrir Alþingi tillögur nefndar er hann skipaði 1963 til að athuga hag íþrótta- sjóðs með tilliti til fjárveitinga til í- þróttamannvirkja." „15. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Sauðárkróki 25. september 1966, beinir þeirri eindreignu áskorun til Alþingis, og ríkisstjórnar, að hraða sem mest framkvæmdum við bygging- ar Iþróttakennaraskóla íslands, svo að skólanum verði hið fyrsta mögulegt að veita skólavist þeim, er þar vilja stunda nám, enda telur fundurinn, að skortur á íþróttakennurum og leið- beinendum á sviði félagsmála standi frjálsu starfi út um landið mjög fyrir þrifum." „15. sambandsráðsfundur UMFl samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði til samvinnunefndar UMFl og ISÍ, sem í séu formenn hvors sambands og fulltrúi hvors þeirra, er stjórnir samtakanna tilnefni." „15. sambandsráðsfundur UMFl telur eðlilegt, að héraðssamböndin og einstök félög leysi hin ýmsu verkefni æskulýðsmála í virku sjálfstæðu fé- lagsstarfi áhugamanna, en þau séu ekki í æ ríkara mæli fengin í hendur opinberum eða hálfopinberum nefnd- um.“ „Sambandsráðsfundur UMFÍ 1966 samþykkir að kjósa fimm manna milliþinganefnd, er skili áliti sínu á næsta þingi UMFl. Fllutverk nefndarinnar verði að gera athuganir á stöðu og hlutverki ung- mennafélaganna í íslenzku nútíma- þjóðfélagi og gera tillögur um starf- semi UMFÍ í náinni framtíð.” I nefnd samkvæmt tillögunni voru kjörnir: Aðalmenn: Valdimar Óskarsson, Kristján Ingólfsson, Óskar Ágústsson, Jóhannes Sigmundsson, Guðmundur Sigurðsson. Varamenn: Magnús Stefánsson, Sveinn Jónsson, Snorri Þorsteinsson, Stefán Jasonarson og Ulfar Ármannsson. 0 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.