Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 8

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 8
Séð yfir víðáttumikla grjóteyðimörk á Kili. Það eru ekki ýkja margir áratugir síðan þetta var gróið land og bithagi fyrir sauðfé Biskuptungna manna. fyrir frumstæðustu þörfum sínum, og fyrir þeim hlaut allt annað að víkja. Hvaða ályktanir getur núlifandi kynslóð dregið af þessari þróun? Hvaða framtíðarhorfur hefur íslenzk æska í dag í landi, sem eyðimörkin er að breiðast yfir öld eftir öld og ár frá ári? Til þess að kynnast þessum málum betur, fór Skinfaxi til fundar við þann mann, sem stjórnað hefur gróðurrann- sóknum á Islandi á undanförnum ár- um, og bað hann að fræða í stuttu máli ungt fólk um gróður, gróðurleysi og gróðurvernd. Þessi maður er Ingvi Þorsteinsson magister, en hann annast stjórn gróð- urrannsókna og gróðurverndar hjá Landgræðslu ríkisins. Hjá honum fengum við þær upplýsingar, sem að framan greinir. Á vegg í skrifstofu Ingva er stórt gróðurkort, sem sýnir gróðurlendur á afréttum Sunnlend- inga. Þetta eru þeir 6 hlutar af gróð- urkorti Islands, sem komnir eru út. Við augum biasa miklar víðáttur ör- foka lands með gróðurvinjum á stangli, flestum smáum. Það leynir sér ekki, að afréttur Skeiða- og Flóamanna er eyðilegastur, og raunar ótrúlegt að .skepnur þrífist á svo rýru landi. Skárst virðist beitilandið á af- rétti Hrunamanna, en sýnu lakara hjá Biskupstungnamönnum og Gnúpverj- um. Og við spyrjum Ingva hvernig 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.