Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 10

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 10
Melgrasið hefur víða náð góðri fótfestu á örfoka landi. Myndin sýnir sand- græðslu í Vík í Mýrdal. illi beit. Þetta þýðir ekki að við eig- um að friða afréttinn, þvert á móti er hófleg beit betri en engin beit. Æski- legast er, að beitin sé ekki meiri en svo, að eftir verði að hausti um 40% af bezta beitargróðri hvers árs. Um leið og gróður öræfanna væri vernd- aður með minnkaðri beit, þyrfti að auka beitina á ræktuðu landi. Tún- rækt er 3—4 þúsund hektarar á ári, en þyrfti að aukast, ef gróðurlendi Is- lands á ekki enn að minnka, því hún vegur ekki upp á móti uppblæstrinum. Ræktað land á Islandi er enn ekki meira en 90 þús. hektarar, þ.e. 900 km-’. Við getum ekki með góðri sam- vizku talið okkur ræktunarþjóð með- an gróðurlendi landsins er að minnka. — Hvenær hefur þessi jarðvegseyð- ing byrjað, og hvers vegna er hún svona mikil? — Enginn vafi er á því, að upp- blásturinn hefur byrjað þegar á land- námsöld, og það er landnámið sjálft, búsetan, sem kemur þessu af stað. Skógunum eyddu landsmenn á 2—3 öldum, og jarðvegseyðingin fylgdi fljótt á eftir. En það hefur ekki aðeins orðið bein gróðureyðing heldur gróð- urtap, sem felst í gróðurbreytingu. I 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.