Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 14

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 14
stjórnarráði og fræðslumálastjórn og fjölda áhrifamanna og stofnana víðs- vegar um landið. Vigfús Sigurgeirsson vinnur nú að því að fullgera kvikmynd sína af landsmótinu og mun hún vænt- anlega verða tilbúin til sýninga áður en langt um líður. 13. landsmót UM Fí verður haldið að Eiðum á Fljóts- dalshéraði sumarið 1968. Hefur stjórn UMFÍ falið Ungmenna og íþróttasam- bandi Austurlands undirbúning og framkvæmd mótsins. Er þegar hafin víðtækur undirbúningur að mann- virkjagerð og félagslegu skipulagi inn- an UÍA vegna mótsins. Tímarit UMFÍ Skinfaxi Skriður hefir nú komið á útgáfu Skin- faxa. I athugun er hvort unnt sé, að stækka ritið og fjölga heftum í a.m.k. 6 á ári. Starfsíþróttir Starfsíþróttir eiga víða miklum vin- sældum að fagna meðal ungmennafé- laganna, enda voru þær áberandi þátt- ur í síðasta landsmóti. Stefán Ó1 Jóns- son hefur nú hætt leiðbeinendastarfi sínu hjá UMFÍ, og ekki er ennþá ráð- ið hver við tekur. Er nú í athugun hjá sambandsstjórn að efla þessa starf- semi með nýjum aðferðum og ráða til sín starfsmann til þess að skipuleggja og leiðbeina á þessu sviði. Þrastalundur og Þrastaskógur I sumar var lokið við að jafna gróður- mold yfir íþróttasvæðið í Þrastaskógi, Er þá eftir að sá í það og lagfæra um- hverfið. Gróðursettar voru 2300 plönt- ur í skóginnn, og unnu það ungmenna- félagar úr Árnessýslu undir stjórn Þórðar Pálssonar. Rýmkuð hefir verið heimild UMFÍ til sölu leyfa til stanga- veiði í Sogi fyrir landi Þrastaskógar. Er þess að vænta að það leiði til auk- innar tekjuöflunar til uppbyggingar- starfsins í skóginum. Veitingaskáli UMFÍ var opnaður fullbyggður um mánaðarmótin júlí—ágúst 1965 og hafin þar veitingarekstur um mánað- tíma. Starfsemi þessi gekk eftir atvik- um vel þótt við ýmsa byrjunarörðug- leika væri að etja. I sumar leigði sam- bandsstjórnin héraðsamb. Skarphéðni veitingaskálann, sem hefir rekið þar veitingastarfsemi og fyrirgreiðslu ferðamanna með sama sniði og sl. sumar. Er það mál þeirra, sem heim- sótt hafa Þrastalund, að bæjarbragur sé þar hinn bezti og staðurinn sé ung- mennafélögunum til sóma. Sérstök milliþinganefnd starfar nú að athugun á framtíð Þrastaskógar og Þrastalund- ar með sérstöku tilliti til þess, að þar rísi upp síðar félagsmálamiðstöð ungmennafélaganna og einnig eru í at- hugun hjá nefndinni leiðir til fjáröfl- unar til þess að færa út starfsemina þar. Nefndina skipa þeir Stefán Jas- onarson form., Böðvar Pálsson, Snorri Þorsteinsson, Úlfar Ármannson og Skúli H. Norðdahl. Mun nefndin skila áliti á næsta sambandsþingi. Ibróttir Mikið vantar á það undanfarin ár, að Iþróttasjóður hafi staðið við lögboðnar skuldbindingar vegna greiðslukostn- aðar við iþróttakennsluna í landinu. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.