Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 17

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 17
Aff vettvangi ungmennafélaganna Ársþing UMSK 44. sambandsþing Ungmennasambands Kjal- arnesþings var haldið að Áskarði í Kjós þann 20. nóv. 1966 Sambandsstjóri Úlfar Ár- ^annson setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna á þingið. 35 fulltrúar sóttu tingið auk gesta, sem voru þeir Ármann Pétursson frkvstj. UMFÍ og Eysteinn Þor- valdsson ritstj. Skinfaxa. Fluttu þeir ávörp a þinginu. Forsetar þingsins voru Jón M. Guömundsson, Pálmi Gíslason og Ól. Þór Olafsson. Þingritarar voru Sigurður Skarp- héðinsson og Gunnar Magnússon. Sambandsstjóri Úlfar Ármannson flutti skýrslu stjórnar, sem nú í fyrsta skipti lá fyrir fjöirituð ásamt reikningum og úrslit- Uttl af mótum sambandsins. Gjaldkeri Sig- urður Skarphéðinsson gerði grein fyrir reikn- tngum sambandsins. Starfsemi innan sambandsins er með mikl- Utn blóma, og sýnir það bezt gott starf á síðasta ári. Sambandið hélt mörg íþrótta- rn°t og tók þátt í flestum íþróttamótum sem kaldin voru í Reykjavik á síðasta sumri með Umf. Breiðablik í broddi fylkingar. Einn- lng stóð sambandið fyrir víðavangshlaupi rniHi skóla á sambandssvæðinu með hátt á annað þúsund þátttakendum, ef taldir eru ullir þeir sem tóku þátt í undanrásunum. SKINFAXI Þingið tók fyrir mörg mál og gerði margar ályktanir m.a. til eflingar íþrótta- og æsku- lýðsmála á svæðinu, stækkun sambandsins, ráðningu framkvæmdastjóra og margt fleira. Innan sambandsins eru nú sex félög, það eru umf. Drengur Kjós, Umf. Kjaiarness, Kjalar- nesi, Umf. Afturelding Mosfellssveit, Umf. Breiðablik, Kópavogi, Umf. Stjarnan Garða- hreppi og Umf. Bessastaðahrepps, með sam- tals 887 félaga. Nokkur atriði úr starfi UMSE 1966 íþróttakennsla hófst hjá UMSE í júnímán- uði og lauk seint í ágúst. Þrír leiðbeinendur ferðuðust um sambandssvæðið og veittu til- sögn hjá félögunum á kvöldin. Mæltist þessi starfsemi vel fyrir, æfingarnar voru mjög vel sóttar, oft milli 40—50 þátttakendur é hverri. Aðallega var veitt tilsögn í frjálsum íþróttum, handknattleik og knattspyrnu. Þá stóð sambandið fyrir vel sóttu glímunám- skeiði á Akureyri i samvinnu við íþrótta- bandalagið þar. Komið var á tveimur sumarbúðanámskeið- um að Laugalandi fyrir börn og unglinga. Var það þriðja árið í röð sem UMSE beitti sér fyrir slíkri starfsemi. Að þessu sinni dvöldu nær 100 þátttakendur í sumarbúð- unum og voru flestir úr héraðinu. Aðaluppi- 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.