Skinfaxi - 01.09.1966, Side 19
Guðmundur Guðmunds-
son (t.v.) og
Þórir Þorgeirsson
leiðbeina drengjum á
sumarbúðanámskeið-
inu að Laugarvatni.
og þrenn verðlaun veitt í hverjum aldurs-
flokki.
Efnt var til skemmti- og kynnisferða um
nágrenni Laugarvatns, í samfylgd kunnugra.
Stjórn HSK bauð þátttakendum í námskeið-
um þessum í kynnisferð í Þrastaskóg, og
bauð til samfagnaðar og veitinga í Þrasta-
lundi.
Helgina 25. júní til 26. júní milli nám-
skeiðanna efndi HSK til námskeiðs fyrir leið-
beiðendur í frjálsum íþróttum á Laugarvatni.
Aðalkennarar á námskeiðinu voru íþrótta-
kennararnir Benedikt Jakobsson, og Þórir
Þorgeirsson. Þátttakendur voru 12 frá sam-
bandsfélögum HSK.
Námskeið þessi tókust í allastaði mjög
vel og mun áfram haldið á sömu braut, fáist
uðstaða á Laugarvatni.
Ársþing UlA
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands
hélt 23. þing sitt að Eiðum fyrir skömmu.
Forsetar þingsins voru kjörnir Þorkell Stein-
SKINPAXI
ar Ellertsson, Eiðum, og Stefán Þorleifsson,
Neskaupstað.
Formaður flutti skýrslu stjórnar og verða
hér á eftir rakin helztu atrið hennar.
Fyrsta fjórðungsglíma Austurlands var
háð í sumar. Keppendur voru 6 — þrír frá
Seyðisfirði og þrír frá Reyðarfirði. Sigurveg-
ari varð Hafsteinn Steindórsson, Seyðisfirði
og hlaut hann að verðlaunum fagurt glímu-
horn, gefið af Ólafi Ólafssyni, útgerðarmanni
á Seyðisfirði.
Nú var í fyrsta skipti keppt í þrem flokk-
um á knattspyrnumóti Austurlands. Mjög
góð þátttaka var í flokki 13—15 ára, eða
alls 8 félög. Austri, Eskifirði, sigraði. í flokki
15—17 ára mættu aðeins þrjú félög til leiks.
Austurlandsmeistari varð Þróttur, Neskaup-
stað. Þróttur sigraði einnig í meistaraflokki
og er það í fyrsta sinni, sem félagið hreppir
meistaratitilinn. Töluvert var um knatt-
spyrnuheimsóknir og ferðalög á árinu.
Handknattleikur var með líflegra móti.
Keppt var í þrem flokkum á Austurlandi og
varð Þróttur sigurvegari í meistaraflokki
karla og kvenna en Leiknir sigraði í 2. flokki
19