Skinfaxi - 01.09.1966, Qupperneq 20
kvenna. Þar að auki fóru Þróttarstúlkur í
keppnisför til Reykjavíkur og hingað komu
keppnisfiokkar beggja kynja frá Húsavík og
frá Ármanni, Reykjavik.
Sundmeistaramót ísiands var haldið í Nes-
kaupst.að.
Frjálsíþróttaráð UÍA gekkst fyrir nám-
skeiði í frjálsum íþróttum fyrir unglinga, svo
og leiðbeinendanámskeiði, er haldið var í
samstarfi við ÍKÍ og FRÍ. Forstöðumaður
þessara námskeiða var Þorkeil Steinar Ell-
ertsson, skólastjóri að Eiðum. Með þessum
námskeiðum er farið inn á nýja og mjög at-
hyglisverða braut. Verði framhald á þess-
um námskeiðum, er ekki vafi á, að af þeim
verður bœði mikill og góður árangur. Fátt
hefur bagað félögin meira en skortur á leið-
beinendum og eins munu unglingarnir lengi
búa að því að þjálfa undir handleiðslu úr-
valsþjálfara, en Þorkell Steinar er viður-
kenndur sem einn okkar snjöllustu frjáls-
íþróttaþjálfara.
Fyrir milligöngu iþróttafulltrúa ríkisins
réðst til UÍA norskur íþróttakennari, Gisle
Espolin Johnson. Dvaldist hann hér í 7 mán-
uði og kenndi á alls 9 stöðum á sambands-
svæðinu. Þetta er annað árið í röð, sem UÍA
hefur norskan þjálfara á sínum snærum.
Báðir hafa þeir reynzt ágætlega, en hitt
gefur að skilja, að þeir þurfa sinn tíma til
að kynnast okkar aðstæðum og væri því
mun æskilegra ef íslendingur fengist í starf-
ið. Er það og varla vanzalaust, að svo skuli
ástatt í iandinu, að leita þurfi á náðir ann-
arra þjóða til að fá íþróttaleiðbeinendur fyr-
ir æsku landsins.
UÍA hélt skógarhátíð í Atlavík um verzl-
unramannahelgina annað árið í röð. Fór hún
hið bezta fram og þótti sómi að. Sýslumaður
S.-Múla., Axel Thulinius, hefur átt stóran
þátt í hve vel samkomur þessar hafa heppn-
azt og kann UÍA honum miklar þakkir fyrir.
Á síðasta ári auglýsti stjórn UÍA eftir til-
lögum að merki sambandsins. Alls bárust 12
tillögur og hlaut tillaga Guðjóns E. Jónsson-
ar, skólastjóra að Hallormstað, fyrstu verð-
laun, kr. 5000. Notar Guðjón hreindýrshorn-
ið sem táknmynd í merkinu og litirnir eru
blátt, rautt og hvítt — en það eru þeir litir
sem UÍA hefur þegar tileinkað sér.
Með tilliti til væntanlegs Landsmóts UM
FÍ að Eiðum sumarið 1968 hafa verið hafnar
framkvæmdir við endurbyggingu íþrótta-
leikvangsins að Eiðum. Forustu um fram-
kvæmdir hefur Björn Magnússon haft. Hafa
framkvæmdir gengið vel, en mikið starf og
fjárfrekt er framundan.
Ymislegt fleira kom fram í skýrslunni
sem ekki er rúm til að rekja hér að sinni.
Ætti líka af þessu að sjást, að starf UÍA er
fjölþætt og krefst bæði mikillar vinnu og
peninga Stuðningur bæjar- og sveitarfélaga
hefur verið sambandinu mikil örvun í starfi
og lítur UÍA á það sem viðurkenningu á
mikilvægi þess hlutverks, sem það hefur
tekið að sér — að veita æskunni tækifæri til
hollra tómstundaiðkana, — til heilbrigðs
lífs.
Heildarsamtök íslenzkrar æsku, ÍSÍ og UM
FÍ, áttu sína fulltrúa á þinginu. Frá ÍSÍ
mættu: Gísli Halldórsson, forseti, Sveinn
Björnsson og Þorvarður Árnason stjórnar-
menn.
Frá UMFÍ Ármann Pétursson gjaldkeri,
Hafsteinn Þorvaldsson, ritari, sem jafnframt
var framkvæmdastjóri Laugarvatnsmótsins
og Stefán Jasonarson form. síðustu Lands-
mótsnefndar. Fluttu þeir UÍA gjafir og árn-
aðaróskir. Þá barst og vegleg fjárupphæð frá
hreppsnefnd Eiðaþinghár.
Forseti ÍSÍ sæmdi Þórarin Sveinsson æðsta
heiðursmerki sambandsins og einnig voru
þeir Stefán Þorleifsson og Kristján Ingólfs-
son sæmdir gullmerki ÍSÍ.
Stjórn UÍA, sem kjörin var í þinglok, er
skipuð þessum mönnum: Formaður Kristján
Ingólfsson, Eskifirði. Aðrir í stjórn: Björn
Magnússon, Eiðum; Jón Olafsson, Eskifirði;
Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði; Elma
Guðmundsdóttir, Neskaupstað; Kristján
Magnússon, Egilsstöðum og Sveinn Guð-
mundsson, Eiðum.
20
SKINFAXI