Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 5

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 5
Landgræðslumenn sameinast Rœtt við Hákon Guðmundsson Stofnfundur Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtaka Islands var haldinn 25. október s.l. Þar með var stigið mikil- vægt skref í þeirri sókn, sem er hafin til að vernda og auka gróðurríki Is- lands. Fjölmörg landssambönd hafa þar með sameinast undir einu merki til að skipuleggja og sameina átökin í þessum stórmálum í framtíðinni. Formaður hinna nýju landssamtaka var kjörinn Hákon Guðmundsson yfirborgardómari og aðrir í stjórn þeir Ingvi Þorsteinsson landgræðslufulltrúi, Jóhannes Sig- mundsson bóndi, Karl Eiríksson for- stjóri, Arnþór Garðarson dýrafræðing- ur, Jónas Jónsson ráðunautur og Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri. Mikilvægt markmið I lögum Landgræðslu- og náttúruvernd- arsamtakanna segir m. a.: „Markmið samtakanna er: að stuðla að heftingu gróður- og jarðvegseyðing- ar; að styðja hvers konar landgræðslu; að hamla gegn spjöllum á náttúru landsins og stuðla að góðri umgengni um landið. Markmiði sínu vilja samtökin ná með því að: 1) auka skilning og vekja áhuga lands- manna á gróðurvernd, landgræðslu og a’mennri náttúruvernd. 2) vinna að rannsóknum og fræðslu a) á orsökum gróðureyðingar, b) í þágu náttúruverndar, c) tilraunum með landgræðslu. 3) stofna til og skipuleggja þátttöku landsmanna í störfum á þessum sviðum í samvinnu við þær stofnanir, sem að þessum málum vinna.“ Vakandi áhugi Af þessu tilefni átti Skinfaxi viðtal fyrir skömmu við Hákon Guðmundsson, hinn nýkjörna formann landssamtak- anna. — Er almennur áhugi fyrir stefnu- málum samtakanna, Hákon? — Já, undirtektirnar eru afar já- kvæðar og uppörvandi. Það hefur orðið geysileg hugarfarsbreyting hjá fólki al- mennt og mér er nær að halda að sá áhugi og skilningur, sem vaknað hefur fyrir náttúruvernd og landgræðslu, sé einsdæmi. Það er augljóst að fólkið vill sjálft vinna raunhæft að því að vernda gróðurinn, auka hann og gera hann f jöl- breyttari, allt frá lágvöxnum jurtum upp í hávaxin tré. — Hvert er starf samtakanna nú í upphafi ? — Samtökin láta strax til sín taka heildarskipulagningu allra landgræðslu- starfa, allt frá uppgræðslu örfoka lands SKINFAXI &

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.