Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1969, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.12.1969, Qupperneq 14
Félagsheimilið Stapi í Njarðvík er eitt glæsilegasta félags- heimili Iandsins. Þar er félagsmiðstöð Ungmennafélags Njarðvíkur. Fjármagnskostnaður var tiltölulega lít- ill þar sem byggingaraðilar áttu nokkra sjóði. — Var þetta samt ekki djarft teflt i jafn fámennu sveitarfélagi og Njarðvík var þá? — Nei, heimafólk hér taldi þetta ekki of stórhuga framkvæmd. Við erum staðsett miðsvæðis á Suðurnesjum. Hvorki Grindvíkinga, Miðnesinga né Keflvíkinga munar um að skjótast til Njarðvíkur, ef við höfum eitthvað að bjóða gestum. — Hvaða sjónarmið réðu, þegar þið lögðuð á ráðin um gerð félagsheimilis- ins? — Við vildum að húsið þjónaði allri félagslegri þörf félaganna hér og fólks- ins hér. Hér átti og að sjálfsögðu að halda dansleiki og sýna kvikmyndir og okkur var það kappsmál að koma hér upp leiksviði, er gæti tekið við hvaða menningarfyrirtæki sem væri. Hér á landi er heldur ekkert fullkomnara svið nema í Þjóðleikhúsinu. — Og hvernig kemur reynslan heim við vonir um notkun hússins? — Rekstur hússins er í mjög góðu lagi, en ég dreg enga dul á það, að marg- ar þær menningarlegu samkomur og sýningar, sem við höfum efnt til og boðið hingað til okkar, hafa ekki verið nógu vel sóttar. Þetta eru stór von- brigði, en vonandi stendur þetta til bóta. — Hvernig lízt þér á framtíðina á þessum tímamótum ungmennafélags- ins? — Þegar þetta félag var stofnað, settum við okkur strax hátt takmark. Við einsettum okkur að koma hér upp öllum skilyrðum til félagslegrar og menningarlegrar starfsemi ungs fólks. Við höfum náð þessu takmarki, en það hefur kannski tekið nokkuð langan tíma og æska okkar stofnendanna hefur liðið á meðan. Eg vona því að unga fólk- ið taki nú við merkinu af sama stórhug og setji sér enn hærra takmark — og nái því. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.