Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 15

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 15
Landgræðsluíerðir Skarphéðins Ungur menntaskólanemi, Emma Eyþórsdóttir frá Kaldaðarnesi, hefur skrifað eftirfarandi frásögn fyrir Skinfaxa, en hún var þátttakandi í landgrœðsluferðum Héraðssambandsins Skarphéðins síðastliðið sumar. Síðast liðið sumar voru farnar tvær hópferðir á vegum H. S. K. til þess að græða landið okkar, og var ég undir- rituð, þátttakandi í báðum þessum ferð- um. Fyrri ferðin var farin um miðjan júlí inn á Biskupstungnaafrétt, en sú síðari í september austur á Landeyja- sand. Ferðin inn á Biskupstungnaafrétt var tveggja daga ferð og var farið um helgi. Lagt var upp frá Selfossi á laugardags- morgun í sæmilegu veðri á tveimur langferðabílum og ennfremur var farið á nokkrum jeppum úr Biskupstungum. Þátttakendur voru um það bil 60, flest- ir ungt fólk en nokkrir gamlir og góðir ungmennafélagar voru einnig með í för- inni. Ekið var sem leið liggur inn á Biskupstungnaafrétt og áð einu sinni a leiðinni til þess að taka sárasta sultinn úr mannskapnum. Þegar komið var á ákvörðunarstað, landgræðslugirðingu norðan í Bláfelli, var tekið til óspilltra málanna við áætl- unarverkið sem var að dreifa áburði og fræi. Ekki voru veðurguðirnir okkur sérstaklega hagstæðir því að þegar við vorum nýkomin tók að hellirigna og varð ekkert lát á því um daginn. Samt var unnið af kappi í nokkra klukkutíma en þá var ákveðið að fara strax í nátt- stað og vita hvort ekki stytti upp dag- inn eftir svo betri skilyrði yrðu til vinnu. Gist var í Ásgarði, húsi F. I. í Kerlingarfjöllum, og var þar þröngt á þingi en samkomulagið var afskaplega gott svo að það kom ekki að sök. Um kvöldið var sungið og farið í leiki og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Morguninn eftir var sama rigningin en við því var ekkert að gera nema setja í sig hörku og drífa sig út. Laust eftir hádegi vorum við komin aftur í girðinguna við Bláfell og tekin til við að bera áburð. Þarna voru komnar grænar flesjur á víð og dreif, sem sáð hafði verið í árin áður og er mikill munur orðinn á þessu svæði síðan það var girt. Dreift var áburði og fræi yfir mest- allt girta svæðið, og ég hugsaði að það yrði munur að sjá þetta þegar það væri allt saman orðið grænt. Vonandi verður SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.