Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 20

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 20
„Víkverjar“: Gunnar R. Ingvarsson (sveitarforingi) Ágúst Bjarnason Hjíylmur Sigurðsson Kristján Andrésson Sigurður Jónsson „Mývetningar“: Björn Yngvason (sveitarforingi) Ingi Þór Yngvason Kristján Yngvason Benedikt Sigurðss. Pétur Vignir Yngvas. Glímustjóri var Kjartan Bergmann, yfirdómari Haraldur Jónsson, meðdóm- arar Haukur Aðalgeirsson og Tryggvi Haraldsson, og ritarar Jón Þorláksson og Eysteinn Sigurðsson. Leikar fóru þannig, að ,,Víkverjar“ hlutu 16 vinninga, en ,,Mývetningar“ 9. Þar næst hófst bændaglíma. Þátttak- endur frá ,,Víkverjum“ voru 12, en heimamenn 14 og veitti ekki af. Bænd- ur voru Ingvi Guðmundsson Víkver ji og Björn Yngvason Mývetningur. Þess má geta, að í þessum myndarlega glímu- mannahópi voru fjórir unglingar um fermingaraldur í hvoru liði. Ekki þarf langt mál um leik þennan unz þar var komið, að bóndinn Björn Yngvason stóð einn uppi af heimamönnum, en fjórir af aðkomumönnum. Sá Bjöm sér þá ekki annað fært en skora á bónda Víkverjanna, Ingva Guðmundsson. Tókst Birni að fella Ingva, er varð vel við falli sínu. En þvi næst hefndi Kristj- án Andrésson foringja síns og felldi Björn eftir allsnarpa og drengilega við- ureign. Stóðu þá Víkverjar einir eftir og var sigur þeirra verðskuldaður að dómi allra viðstaddra. Var það mál heimamanna, að þeir hefðu ekki áður séð jafn þrautþjálfaðan glímuflokk sem Víkverjarnir sýndu hér nú, og má með sanni segja, að hér lofi verkið meistarann. I skilnaðarhófi, sem gestunum var haldið, þakkaði Valdimar Óskarsson móttökur og bauð glímuflokki frá Mý- vetningi í heimsókn til Reykjavíkur, þegar Mývetningar teldu sér bezt henta. Það er mikið talað um það, að land- anum beri að skoða og læra að þekkja sitt eigið land og er það sannarlega gott og gilt. Hitt er þó ekki síður mikilvægt fyrir smáþjóð, sem býr í strjálbyggðu landi, að hún kynnist sjálfri sér. Deilur og missætti manna á milli, og jafnvel félagasamtaka, stafa ekki hvað sízt af ókunnugleik einstaklinganna á högum hvers annars. Heimsókn sem þessi er mikilvægt spor, stigið til réttrar áttar. Hafið þökk fyrir komuna, Víkverjar. Þráinn Þórisson. ÁRSÞING GLÍMUSAMBANDS ÍSLANDS Ársþing Glímusambands íslands var haldið 19. október sl. Samþykkt var m. a. að koma á landsmóti í sveitaglímu, sem háð verði að sumrinu. Glíma þessi fari að mestu fram utan Reykjavíkur. Verði þátttaka góð, skal viðhöfð útsláttarkeppni. Því var beint til stjórnarinnar, að landsliðsnefnd GLÍ geri tillögur um flokkun virkra glímumanna ár- lega samkvæmt hæfni, getu og aldri. Fjallað var um breytingar á þyngdarflokkaskiptingu. í stjórn Glímusambandsins voru þessir menn kjörnir: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Reykjavík, formaður. Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum. Sigtryggur Sigurðss. Reykja- vík. Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík. Tryggvi Haraldsson, Kópavogi. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.