Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 10
H V í STARFAR Á NÝ
Héraðssamband Vestur-ísfirðinga hélt
ársþing að Flateyri hinn 4. október s.l.
Formaður sambandsins var kjörinn
Henrik Tausen, Flateyri, Guðvarður
Kjartansson, Suðureyri, var kjörinn gjald-
keri og Daði Ingimundarson, Flateyri,
ritari.
Starfsemi HVÍ hefur legið í láginni síð-
ustu árin, þótt einstök félög innan sam-
bandsins hafi unnið gott starf. Frá þessu
var nokkuð skýrt í 4. tbl. Skinfaxa og
einnig frá erindrekstri stjómar og fram-
kvæmdastjóra UMFI þangað vestur í
haust. Hin nýja stjórn HVÍ hefur því ærið
Þátttakendur í einu unglinganámskeiðanna
hjá HVÍ fyrr á árum ásamt kennurunum
Valdimar Örnólfssyni og Sigurði Guðmunds-
syni. Myndin er tekin á Núpi.
verk að vinna, þegar sambandið hefur nii
verið vakið til lífsins undir forystu nýrra
manna.
Hinn nýi formaður Henrik Tausen,
sem er færeyskrar ættar, var á ferð í
höfuðborginni nýverið, og náði Skinfaxi
þá tali af honum.
— Á hverju ætlið þið að byrja?
— Við byrjum á því að skipuleggja
unglingastarfið. Að sjálfsögðu em mörg
erfið verkefni framundan eftir fjögurra
ára starfsleysi, en við erum öll sammála
um að í unglingunum er okkar framtíð-
arvon. I þessu skyni reynum við að ná
samstarfi við ýmsa aðra aðila og að nota
sem bezt aðstöðuna innan héraðsins. Við
ætlum okkur að koma á fót sem fjöl-
breyttastri íþróttakennslu.í sambandi við
sundnámskeiðin á Núpi á vorin. Við höf-
um þegar rætt við skólastjórann þar og
fengið fyrirheit um mjög mikilvæga að-
stöðu á staðnum. í lok hvers námskeiðs
ætlum við svo að koma á fót keppni fyrir
börnin og unglingana. Við vitum að
áhugi unglinganna er fyrir hendi, og
reynslan af námskeiðunum, sem Sigurður
Guðmundsson stóð fyrir á sínum tíma,
sannar líka hversu nauðsynlegt slíkt starf
er.
— Hafa héraðsmótin ekki legið niðri
undanfarið?
— ]ú, því miður. Að sjálfsögðu muu-
10
SKINFAXI