Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1970, Side 14

Skinfaxi - 01.12.1970, Side 14
röð, því með því hefur hann mestar vonir um framfarir, eðlilega stígandi. Eitt af því erfiðasta, sem til er fyrir þjálfara, er að gera æfingaseðla fyrir stór- an skara fólks, karla og konur, sem búa víðsvegar um landið við hin ólíkustu æfingaskilyrði, en þó ætla ég samt að leggja í það og vonast eftir að þið hafið not af erfiði mínu. Mér þykir rétt að taka það strax fram, að þessir æfingaseðlar mínir, sem hafa verið lengi í smíðum, eru að nokkru miðaðir við þá seðla, sem ég hefi áður sent frá xnér út á land, en uppbygging þeirra er ekki mín, heldur hefi ég unnið hana eftir áströlskum, enskum og nor- rænum heimildum. Seðlarnir ei'u miðaðir við það að sá, sem æfir eftir þeim, byrji æfingar sínar á þeim. Því munu þeir vera til meðal ykkar, sem þegar hafa byrjað vetrar- æfingar sínar, og því er ekki rétt að þeir byrji á fullum 1. seðli. Þeir geta tekið 1. seðil hálfan og 2. seðil að % og síðan fylgt seðlunum eftir. En vitanlega þurfa þeir þá að lxreyta dagsetningum seðlanna í samræmi við æfingatíma sinn. Þetta á við þá, sem þegar eru farnir að æfa úti, en þeir hinir, sem ekki hafa byrjað úti- æfingar, haldi sig við seðlana. Svo er ráð fyrir gert, að seðlamir komi í miðju Skinfaxa og er það gert til þess að þeir, sem vilja, geti tekið seðlana úr blað- inu, án þess að skemma þá. Er þá bezt að setja seðlana í plastumslag, svo hæg- ara sé að grípa til þeirra við æfingar. Ymsar ástæður geta orðið til þess að æfingar einstaklingsins falli niður um tíma, svo sem atvinna hans, veikindi, veð- urfar, námserfiði og fl. Því er það nauð- synlegt, að þeim, sem fara eftir fyrir- fram gerðum æfingaseðlum, sé það ljóst, að ef hlé verður á æfingum jxeirra af ein- hverjum orsökum, tapast stór hluti af því, sem þegar hefur áunnist við æfing- arnar. Þeir mega því aldrei hef ja æfingar sínar aftur, þar sem þeir ættu að vera ef ekkert hlé hefði orðið á. Talið er að 7—10 daga hlé frá æfing- um, ef ekki hefur verið um veikindi að ræða, orsaki þó ekki meira tjón en svo að viðkomandi sé leyfilegt að hefja æfingar sínar að nýju, þar sem frá var horfið, hafi hann meðan á hléinu stóð haft mikla hreyfingu eða líkamlegt erfiði. Verði hléið lengra, eða sé orsök þess veikindi, er talið að svo mikið tapist af því sem hefur áunnizt, að sá sem fyrir því verður þurfi tvöfaldan tíma hlésins til þess að vinna upp að nýju það, sem tap- aðist. Því ber þeim, sem liggur sjúkur 14 daga, að færa sig minnst 21 dag aftur á æfingaseðlinum, miðað við hvar hann veiktist, og hefja þar æfingar að nýju. Þetta vil ég taka fram strax, svo það fari ekki framhjá þeim, sem hefja munu æfingar eftir þessum æfingaseðlum mín- um, sem birtast munu í Skinfaxa og ætl- aðir ern til að hjálpa þeim, sem vilja æfa undir næsta Landsmót UMFÍ, og koma til keppni sem bezt undirbúnir, en á bls. 3 í 4. hefti 61. árgangs Skinfaxa ræðir Pálmi G. einmitt nauðsyn slíkia æfinga- áætlana. Svo læt ég þessu foi'spjalli með æfinga- seðlunum lokið með því að biðja þá, sem fara kunna eftir þeim við æfingar sínar, að vera svo vinsamlegir að láta mig heyra frá sér, og þá sérstaklega hvemig þeim líki seðlamir og hvernig þeir gætu hugs- að sér þá betri. Bréf um það má senda til mín: Guðmundur Þórarinsson, Baklurs- götu 6, Reykjavík eða á skrifstofu UMFÍ. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.