Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 19
UPPHITUN Hlutverk upphitunar er að fá öndunar- líffæri líkamans í gang og auka þannig blóðrásina til vöðva líkamans, eða með öðrum orðum að búa líkamann undir erf- iði æfingarinnar. Upphitunin er lífsnauð- syn hverjum þeim íþróttamanni, sem vill ná framförum í íþrótt sinni og hindra meiðsli. Snögg átök óupphitaðs íþrótta- manns, eða íþróttamanns, sem hitað hef- ur upp en látið sig síðan kólna á ný, hafa oftast verið meginorsök þeirra meiðsla, sem íþróttamenn verða fyrir við æfingar sínar og í keppni. Upphitunin er jafn mikilvæg fyrir æf- inguna sem keppnina, því oftast er erfiði íþróttamannsins sízt minna á æfingunni en í sjálfri keppninni. Hægt er að hita upp á margvíslegan hátt, og margt hefur verið reynt, sem skemmtilegt er til fróð- leiks, en að þessu sinni skulum við aðeins líta á þá upphitun, sem við vitum að flestir nota og hvað bezt hefur reynzt. Hér á landi er oftast, vegna loftslags- ins, nauðsynlegt að hita upp a. m. k. í 20—30 mín. og lengur þó, ef mjög kalt er í veðri. Mestum hluta þessa tíma er varið til að lilaupa létt og án átaka með mismunandi skrefum og hraða auk tals- verðs af léttum líkamsæfingum, sem þó hljóta að verða allbreytilegar eftir ein- staklingum og eins eftir því hvernig veðr- ið er, t. d. hvort hægt sé að leggjast á jörðu eða ekki. Sú upphitun, sem ég hefi notað mest hér heima og mæli með að þessu sinni, er í stórum dráttum sem hér segir: A — ca. 7—9 mín. létt hægt skokk. Komið gjarna niður á allan fótinn. B — ca. 2—4 mín. léttar teygjuæfingar. 1. Staðið með fætur sundur: Mjöðm- um rúllað í hringi, ca. 6 hvora leið. 2. Staðið með fætur sundur: Mjúkar hliðbeygjur með áherzlu, ca. 6 hvora hlið. 3. Staðið með fætur sundur: Mjúkar bolvindur með annsveiflu og áherzlu, ca. 6 hvora hhð. 4. Staðið með fætur sundur: Rólegar bolhringsveiflur, ca. 4 hringir í hvora átt. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.