Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1970, Page 20

Skinfaxi - 01.12.1970, Page 20
5. Fætur saman: Armsveifla fram- niður-aftur-niður-fram-upp með tvöfaldri djúpri hnébeygju og fettu í baki, ca. 6 sinnum. Beygj- an á armsveiflunum niður, en rétt- an á sveiflunum aftur og fram. 6. Fótum sveiflað fram og upp að hendi láréttri fram. I 7. Smáhopp í ca. 20—40 sek. C — Hlaupið með mismunandi skref- um, stuttum en mjög hröðum, há- um hnélyftum, brokki, stríðsdansi o. fl. í 4—6 mín. D — ca. 2—4 mín. leikfimiæfingar: 8. Liggjandi á maga: 6—8 arm- beygjur og réttur. 9. Liggjandi á maga: 5—6 háar bakfettur. 10. Liggjandi á baki: Lág fótskipti með beinum hnjám í 15—20 sek. 11. Liggjandi á baki: Setzt upp 6—8 sinnum allhratt. 12. Smáhopp, mjög breytilegt, í allt að mínútu. E — Hlaup í 4—6 mín. eða lengur ef þörf krefur (kuldi) með hraða- breytingum en mismunandi mikl- um joó, sem fer mest eftir því hversu langt er liðið á æfinga- tímabilið. Sprettirnir verða því fleiri, hraðari og lengri sem á árið líður. F — Alls tekur þess konar upphitun, sem að ofan er tilfærð, 20—.30 mín. Eitt er þó hvað mikilvægast, en það er, að þið séuð alltaf vel klædd og klædd miðað við veðrið þann dag sem æft er, að æfingagallamir séu helzt vind- og vatnsþéttir, og að þið gætið þess sér- staklega að láta ykkur ekki kólna að ástæðulausu eftir upphitunina. Haldið henni við allan æfingatímann. GÞ. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.