Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags [slands — LXII. árgangur — 2. hefti — 1971 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. GRÆNU KLÚBBARNIR Hvað er nú það? mun margur spyrja, og það ekki að ástæðulausu. Grænu klúþþarnir eru ekki til, en þeir verða það vonandi. Klúþþstarfsemin í landinu hefur blómgast mikið á undanförnum árum. Við höfum Rótary, Lion, Kiwanis, Juni- or Chamber, svo eitthvað sé nefnt. Sameiginlegt með öllum þessum klúbbum er, að þeir eru erlendir að uppruna. Yfirstjórnin er erlendis, og þangað eru greidd félagsgjöld. Mark- aiið klúbbanna er mjög líkt. Kynning og starf að mannúðarmálum, og ein- stök verkefni til styrktar og gjafa. Mikið af klúbbmeðlimum eru með- Krnir ungmennafélaga, og þá helzt þeir sem telja sig of gamla til að starfa nieð ungmennafélögum, eða hafa slitnað úr tengslum við þau. Við í ung- mennafélögunum megum ekki missa bessa félaga. Þess vegna þurfum við að stofna til klúbbstarfsemi á inn- 'endum vettvangi. Sú klúbbstarfsemi ®tti að hafa að meginmarkmiði að styrkja ungmennafélögin, íþrótta- hreyfinguna, stúkuna og skátafélögin. Klúbbformið mætti vera svipað og hjá áðurnefndum klúbbum. Fundir einu sinni í hálfum mánuði. Félagar gætu allir orðið með vissum skilyrðum. Sameiginleg innlend yfirstjórn. Tengsl- in við ungmennafélögin sterk, og að- alverkefnið að vera bakhjarl fyrir hina almennu félags- og íþróttastarfsemi ungmennafélaganna. Ég hef kallað þessa klúbba Grænu klúbbana. Orðið er út í bláinn, þar til betra finnst, en markmiðið er fyrir hendi. Hver ríður fyrstur á vaðið? Gunnar Sveinsson. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.