Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 16
sigraði m. a. Þorstein Þorsteinsson, KR. Sigurður er líklegri til sigurs. Bronsverð- launin hlýtur Lárus Guðmundsson, USAH, í harðri keppni við hina bráð- efnilegu hlaupara Böðvar Sigurjónsson, UMSK og Júlíus Hjörleifsson, UMSB. Gunnar Kristinsson, HSI*. 1000 m. boðhlaup Boðhlaupið verður uppgjör milli Kjal- nesinga og Skarphéðinsmanna. Sveitir UMSE, HSÞ og USAH verða skammt á eftir. Langstökk Guðmundur Jónsson, HSK, hefur verið öruggasti langstökkvari landsins síðustu tvö árin með stökk um og yfir 7 m., og hann ætti að vera öruggur um sigur. Landsmótsmet Tómasar Lárussonar, UMSK, (6,89 m.) frá Eiðamótinu 1952 fellur trúlega. Gestur Þorsteinsson, UMSS, hefur sigrað á tveimur síðustu landsmótum og á UMFÍ-metið í þessari grein (7,10 m.). Hann gæti veitt Guð- mundi harða keppni, ef hann æfir. Stefán Hallgrímsson, UÍA, og Karl Stefánsson, UMSK, verða skammt á eftir. 1500 m. hlaup Á síðasta ári náði Gunnar Kristinsson, HSÞ, frábærum árangri í Noregi í 1500 m. (3:56,0 mín.). Komi hann á landsmótið, sigrar hann í 1500 m. Sigvaldi Júlíusson, UMSE, er líklegastur sigurvegari að Gunnari frátöldum. Sigvaldi hljóp 1500 m. á 4:10,5 mín. í fyrra og setti ísl. ungl- ingamet í míluhlaupi í Danmörku. Keppnin um næstu sæti verður aðallega milli Skarphéðinsmanna og Kjalnesinga. 5000 m. hlaup Jón H. Sigurðsson, HSK, sem setti HSK-met (15:53,2 mín.) á síðasta ári, er líklegur til þess að endurtaka sigurinn frá landsmótinu 1968. Gunnar Kristins- son, HSÞ, gæti þó sett strik í reikninginn, ef hann keppir í þessari grein. Kjalnes- ingarnir Einar Óskarsson og Gunnar Snorrason berjast um hin verðlaunasætin. Þrístökk Karl Stefánsson, UMSK, er öruggur sigurvegari í jn-ístökki. Hann vann bezta afrek Eiðamótsins með því að stökkva 14,93 m. íslandsmeistari í þrístökki 6 Sigvaldi Júlíusson, XJMSE. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.