Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1971, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.04.1971, Qupperneq 7
Hlutverk ungmennafélaganna er stórt Rætt við Sigurð Greipsson Þegq,r málefni ungmennafélag- anna eru rædd minnast menn fyrr eða síðar á Sigurð Greipsson. Ailt frá unglingsárunum hefur hann verið starfandi ungmennafélagi af lífi og sál, og ungur var hann fræk- inn afreksmaður i iþróttum. For- maður Héraðssambandsins Skarp- héðins var hann í 45 ár og í stjórn UMFÍ var hann í mörg ár. í rúm 40 ár starfrækti hann íþróttaskólann í Haukadal, og frá öndverðu hefur sá skóli verið ungmennafélögunum og íþróttahreyfingunni hollur upp- alandi og góður aflgjafi. Á þessum vettvangi er hið kraftmikla lífsstarf Sigurðar Greipssonar, sem órjúfan- lega er tengt ungmennafélögunum. Á miðjum vetri heimsækir Skinfaxi Sigurð í Haukadal til að eiga með honum dagsstund við Geysi og rifja upp gömul °g ný mál og minningar. — Eg keppti fyrst í glímu 18 ára gamall á héraðsmótinu í Þjórsártúni 1916. þá sigraði Sighvatur í Hemlu, en ég fékk fegurðarglímuverðlaunin. ■— Hvernig voru íþróttamótin á fyrri árum Skarphéðins? — Ræðuhöld og söngur voru alltaf og stundum fleiri dagskrárliðir, og svo var keppt í frjálsum íþróttum og glímu. í sundi var fyrst keppt 1926. Það var stundum erfitt að fá menn til að keppa, og það kom fyrir að það varð að ganga að mönnum í áhorfendaskaranum og „þröngva“ þeim til keppni. — Hvernig voru aðstæðurnar? — Gamli íþróttavöllurinn í Þjórsártúni var byggður 1911, auðvitað með hand- verkfærum í sjálfboðavinnu. Það var mik- ið afrek. Það var lögð mikil áherzla á, að héraðsmótin féllu ekki niður, svo að þráð- urinn slitnaði ekki, en stundum var þetta erfitt vegna óveðurs. Árið 1928 var t. d. ausandi slagveður á mótsdaginn, og við leituðum skjóls í stórri tjaldbúð. Meðal ræðumanna var Árni Pálsson prófessor, en regnið buldi af slíku afli á tjaldinu að hann áleit tilgangslaust að halda ræðuna. Eg sagði að víst skyldi hann fara í ræðu- stólinn, því að fólkið vildi a. m. k. fá að sjá hann. Þá sagði Árni: „Mikil er trú þín, kona“ og fór í ræðustólinn. Á eftir sýndu nemendur mínir úr íþróttaskólan- um leikfimi þar í tjaldinu við góðar und- SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.