Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 14
Ólafur Unnsteinsson Landsmótsspá í frjálsum íþróttum Ungmennafélagar um allt land bíða með eftirvæntingu eftir landsmóti UMFI á Sauðárkróki í sumar. Hvaða héraðs- sambönd og einstaklingar sigra í hinum ýmsu íþróttagreinum og í stigakeppn- inni? Þetta eru spurningar, sem oft heyr- ast nú orðið. Á liðnum áratug hefur undirritaður unnið mikið að samantekt frjálsíþróttaafreka fyrir FRÍ og tók einn- ig saman afrekaskrá HSK 1910—1965 og UMSK 1922—1970. Ritstjóri Skinfaxa fór þess á leit við mig, að sjá um birtingu skrár í blaðinu yfir 6 fremstu ungmenna- félaga í hverri grein árið 1970 og að spá nokkuð um frammistöðu frjálsíþrótta- fólks á komandi landsmóti. Frjálsíþróttaafrek ungmennafélaga hafa sjaldan verið betri en á liðnu ári. Héraðssamböndin lögðu aukna áherzlu á að búa frjálsíþróttafólkið sem bezt und- ir keppni sumarsins með landsmótið í huga. Vetrarþjálfunin ræður mestu um árangurinn. Frjálsíþróttafólk UMSK æfir bezt, 3— 4 sinnum í viku árið um kring. Markviss þjálfun frjálsíþróttafólkskins um margra ára skeið er nú farin að bera góðan ávöxt. Á liðnu ári var UMSK næststerk- Frjálsíþróttalið UMSK, sem varð í 2. sæti í bikarkeppni FRÍ. Frá vinstri, standandi: Karl Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Alda Helgadóttir, Björg Kristjánsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Böðvar Sigur- jónsson, Trausti Sveinbjörns- son, Hafsteinn Jóhanncsson og Karl W- Frederiksen. Sitj- andi: Kristín Björnsdóttir, Gunnþórunn Geirsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir, Jens- ey Sigurðardóttir og Áslaug Ingimarsdóttir. 14 S KI N FAX I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.