Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 26
6. ÆFINGASEÐILL Tímabilið 8/5—29/5 3 vikur 100—200 m. hlauparar Æft skal 5 sinnum í viku alls 15 sinnum eftir þessum seðli, og skulu æfingar framkvæmdar samvizkusamlega. Reynið alltaf að hlaupa létt og án þess að spenna ykkur um of né gera ykkur stíf. Ef þið finnið að þið verðið stíf áður en sprett- inum er lokið, sláið þá af og byrjið á ný, en reynið að byrja aðeins hægar en næst á undan. 1. æfing: 1. 25—30 min. upphitun. 2. 6—10 viðbrögð úr blokkum með um 40 m. hlaupi á eftir á fullri ferð. 3. 2x200 m. rúllaðir á jöfnum hraða, ca. 60%. 4. 6—8x100 m. hlaup á % hraða (ca. 15— 16 sek. fyrir flesta) nema síðustu 10 m. á fullri ferð. Hvíld milli hlaupanna um 1 mín. 5. 3x200 m. hlaup eins og í 3ja lið. 6. 5—10 mín. létt skokk (joggað niður). Gott bað. Gufa. 2. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 3x100 úr blokkum þannig að 2. hlaupið sé hlaupið hraðar en það fyrsta og það þriðja hraðar en 2. 3. 4 x beygjuhlaup þannig að hlaupið er hratt (um % hraða) inn í beygjuna, alls um 50—60 m., slegið af og síðan jafnhratt og jafn langt út úr beygj- unni. 4. 4—5x200 m. hlaup á % hraða (30—32 sek.) með 1,30 mín. hvíldum milli hlaupa. 5. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. 3. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 6—10 x viðbrögð úr blokkum með ræsi. Hlaupnir 40 m. á fullri ferð eftir hvert start. 3. 8—10x150 m. löng hraðaaukningahlaup þar sem byrjað er hægt, hraðinn auk- inn jafnt og þétt og endað á fullri ferð. Skokkað hægt til baka og næsti sprett- ur byrjar strax. 4. 4—6x300 m. á um það bil 50—53 sek. með um 2ja mín. hvildum á milli hlaupa. Þessi hraði er fyrir flesta sem eiga um 12 sek. á 100 m., um % hraði. Hraðinn skal vera jafn nema að reynt skal að herða örlítið á í miðri beygj- unni. 5. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. Gufa. 4. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 10—15x100 m. hlaup á 15—16 sek. hvern sprett með um einnar mín. hvíld á milli spretta. 3. Hlaupnir 2 km. á jöfnum hraða, án þess að stanza. Hlauparinn má ekki verða stífur í lokin. 4. 4x60 m. hraðir sprettir úr standandi viðbragði jafnfætis (fallstarti). 5. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. 5. æfing 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 6 x stört úr blokkum með 40 - 50 - 60 - 50 - 40 og 100 m. sprettum á eftir. Tími tekinn á síðasta sprettinum. Sér- stök áherzla lögð á léttleika í arm- hreyfingum öllum. 3. 4x200 m. hlaup sem hlaupa skal þann- ig: Fyrstu 75 m. hlaupnir á % hraða, næstu á % hraða en síðustu 75 metr- arnir hlaupnir á frjálsri ferð. 4. 4x120 m. með síðustu 20 m. sem endaspretti, hlaupist þannig að 100 m. hlaupast á % hraða en síðustu 20 m. sem endasprettur á fullri ferð. Sér- staklega hugsað um háar hnélyftur. 5. 6x30 m. langir léttir sprettir hlaupnir fram og aftur með starti 15. hverja sek. 6. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. Gufa. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.