Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 19
urnar eru keppnisharðar og verða í öðru sæti. Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK. ins fyrr og síðar. Kristín Jónsdóttir, UMSK, íslandsmeistarinn, sem kölluð hefur verið „hlaupadrottningin“ síðustu árin, verður ekki með á landsmótinu. Þær Jensey Sigurðardóttir og Hafdís Ingimarsdóttir, báðar úr UMSK, munu taka upp merki hennar og berjast um verðlaunasæti. 400 m. hlaup Stúlkurnar úr UMSK eru líklegar til sigurlauna í 400 m., sem er ný keppnis- grein á landsmóti. Hafdís Ingimarsdóttir er líklegust til að sigra, bráðefnileg frjálsíþróttakona með fallegan hlaupastíl. Sigríður Jónsdóttir, HSK, og Edda Lúð- víksdóttir, UMSS, stórefnilegar og fjöl- hæfar frjálsíþróttastúlkur, geta þó sett strik í reikninginn í báðum þessum hlaupum. 4x100 m. boðhlaup Stúlkurnar úr UMSK ættu að vera öruggar um sigur í boðhlaupinu, enda eru þær íslandsmethafar í þessari grein. Þasr hafa öruggar skiptingar og geta harlasveitirnar lært af þeim. HSK-stúlk- Langstökk Björk Ingimundardóttir, UMSB, setti íslandsmet í langstökki á síðasta ári: 5,39 m. og er líkleg til sigurs. Kristín Björns- dóttir, UMSK, er á góðri framfarabraut í frjálsum íþróttum. Þegar ég sá hana fyrst fyrir tveim árum á æfingu, spáði ég strax að hún yrði afburða frjálsíþróttakona. Hún minnir á Wilmu Rudolph, sem sigr- aði í 100 m. hlaupi kvenna á olympíu- leikunum í Róm 1960. Kristín er líkleg til að setja íslandsmet í 3—4 frjáls- íþróttagreinum á komandi árum (lang- stökki, hástökki, grindahlaupi og fimmt- arþraut). Kristín er örugg um silfurverð- launin í langstökki á landsmótinu. Þur- íður Jónsdóttir, HSK, Islandsmeistarinn í fyrra, sem á glæsilegan keppnisferil að baki á landsmótum UMFÍ, mun eiga í harðri baráttu um bronsverðlaunin við hina kraftmikhi Björgu Kristjánsdóttur, UMSK. Kristín Björnsdóttir, UMSK. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.