Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 9
ungmennafélögin lögðu áherzlu á að málið yrði ekki látið stranda á togstreitu um staðsetningu skólans, enda eiga ung- mennafélögin að sýna fordæmi um fé- lagsþroska og víðsýni. Héraðsjíing HSK eru þýðingarmiklar samkomur. Þau hafa haft mótandi áhrif á marga í héraðinu og veitt gagnlega félagslega þjálfun og fræðslu. — Það var þín tillaga, að landsmót UMFI skyldu endurvakin, en hvernig stóð á því að undirbúningur og fram- kvæmd landsmótsins 1940 lenti líka á þínum herðum? — Ég lagði til á sambandsþingi UMFÍ, að UMFÍ efndi til landsmóts 1940 á Akureyri. Ég taldi það mikilvægt fyrir UMFÍ að koma á slíkum allsherjar- mótum, og tillagan var samþykkt. Ung- mennasamband Eyjafjarðar átti að sjá um mótið, en svo barst bréf um að Ey- íirðingar treystu sér ekki til að halda mótið, og ég sagði þá við félaga mína í HSK, að við yrðum að taka að okkur að sjá um mótið. Ungir menn af Skarphéð- inssvæðinu og nemendur úr skóla mínum voru hér viku fyrir mótið og unnu að undirbúningi hér í Haukadal. Þetta tókst allt vonum framar, og þráður landsmót- anna var tekinn upp að nýju. Landsmót- unum hefur alltaf fylgt sérstakur félags- andi og bjartsýni, sem hefur gert þau ógelymanleg og bjargað öllu, þegar erfið- leikar hafa steðjað að. Árið 1949 tók HSK að sér að halda landsmót, eftir að UÍA hefði orðið að hætta við það á Eiðum vegna erfiðs tíðarfars. Mótið var haldið í Hveragerði í mikilli rigningu. Völlurinn var slæmur, og í rigningunni °ðu keppendur aurinn upp í ökkla, en þeir brostu aðeins að erfiðleikunum, og mér fannst að okkur væru allir vegir færir með þessu fólki. — Þú fórst ungur utan? — Ég fór til Noregs vorið 1920 að loknu námi í Hólaskóla. Ég vann á búgarði um sumarið en var í lýðháskól- anum í Voss veturinn eftir. Vorið 1921 fór ég til Danmerkur og vann þar við landbúnaðarstörf til hausts en hélt þá aftur til íslands. Sumarið 1925 fór flokk- ur íslenzkra glímumanna til Noregs undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, og við sýnd- um víða í Suður- og Vestur-Noregi. Árið eftir fór enn glímuflokkur héðan til Dan- merkur í sýningarferð. Þetta var skemmtileg ferð, og þá kynntist ég Niels Buck og starfsemi hans við skóla hans í Ollerup, og ég hét því að reyna að kom- ast til náms í þessum skóla. Íslandsglím- an var háð þegar við komum heim úr Danmerkurferðinni, og það var í síðasta sinn, sem ég tók þátt í henni. Um haustið héldum við Þorgeir Jónsson félagi minn til Damnerkur með viðkomu í Noregi og hófum nám í Ollerup. Ég var nærri pen- ingalaus eftir löng og kostnaðarsöm ferðalög, en ég var svo heppinn að fá styrk úr Sáttmálasjóði um veturinn, og höfðu þeir góðu menn Magnús Helgason og Bogi Melsteð að því unnið. Að loknu námi um vorið var ég á alþjóðlegu fram- haldsnámskeiði í Ollerup, en síðan lá leiðin heim aftur. — Og var hugmyndin um Haukadals- skólann þá fædd? — Að sjálfsögðu hafði ég þá tekið við þeim áhrifum, sem hvöttu mig og knúðu áfram. Mér fannst, að hér hlyti að vera þörf fyrir slíkan skóla, og ég vissi líka, að ég hefði enga ró með sjálfum mér, fyrr en ég hefði komið hugmyndinni í fram- kvæmd. Auðvitað réðst ég í þetta af SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.