Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Síða 22

Skinfaxi - 01.04.1971, Síða 22
að vanda vel til þess. Minnizt þess, að það kemur greinilega í ljós, þegar grösin taka að spretta hvernig sáning og áburð- argjöf hafa verið framkvæmd. „Eins og þið sáið“ — mun upp spretta. Nauðsynlegt er að skipuleggja og stjóma slíkri hópvinnu áhugafólks vel og nákvæmlega, ef góður árangur á að nást. Fólk er ekki lengur vant að dreifa fræi eða áburði með höndunum, og þarf að kenna rétt handtök. Jöfnust dreifing fæst ef gengið er reglulega á landið og dreift á ca. 4 m breiða ræmu í senn. Aburðar og fræílátið (fata) er borið í handarkrika vinstri handar en dreift með hægri þann- ig að fræið lendi til beggja hliða, er hend- inni er sveiflað í takt við göngulagið. Helmingur þes, sem tekin er í hnefann hverju sinni fer þá úr honum við sveiflu til hægri og hinn helmingurinn við sveiflu handarinnar til baka til vinstri. Til þess að tryggja sem bezt, að engar eyður verði er gott að fara tvær umferðir yfir hverja spildu, hina síðari þvert á þá fyrri. Mestur vandinn er að fá lag á því að dreifa réttu eða tilætluðu magni á hverja flatareiningu. Ekki eru ráð til að stilla handdreifinguna á sama hátt og áburð- ardreifara. Hver og einn verður að þreifa sig áfram til að ná réttu magni. Glöggur og vanur verkstjóri getur þó leiðbeint nokk- uð um magnið með því að dæma þétt- leika áburðarins á jörðinni. Bezta aðferðin til að finna rétt sáð- magn er að mæla ákveðna spildu t. d. 200 eða 400 m2, og vigta síðan það magn af fræi og áburði, sem á að fara á svo stórt land. Dreifa síðan þessu magni á hinn útmælda blett og reyna að sjá til þess að það endist t. d. með því að fara tvær um- ferðir. Ef þessar mælingar eru endur- teknar nokkrum sinnum, lærist brátt hið rétta magn. Verkstjórar ættu að hafa nauðsynleg tæki til þessara mælinga, það er stiku og pundara eða mál, sem tekur þekkta þyngd af fræ- og áburðarblöndu. Árið 1966 voru fyrir tilstuðlan Vega- gerðarinnar gerðar nokkrar tilraunir með uppgræðslu á vegaköntum. Árangur varð góður, og hefur verið stuðzt við þær nið- urstöður, sem þar fengust í ráðlegging- um um fræ og áburðarmagn. Við sáningu og fyrstu áburðardreifingu er notað 40 kg af fræblöndu og 500 kg af blönduðum áburði „22—22“, á hvern ha. í blandaða áburðinum eru 22% N (köfn- unarefni) og 22% af Pl>Oo (fosfór) og gefur þetta því um 120 kg af hvoru þess- ara efna á ha. Nauðsynlegt er að bera aftur á sama landið a. m. k. einu sinni árið eftir sán- ingu, þá er talið að rétt sé að nota 200— 300 kg af „22—22“ á ha. Áburði og fræi er rétt að blanda saman fyrir dreifingu, það er auðvelt að gera í steypuhrærivél eða einfaldlega inni á sléttu gólfi með skóflum. Blandan yrði síðan sett í poka og ekið á staðinn. Á hverja 100 m2 lands eiga að fara 5,4 kg af þessari blöndu, á 200 m2 10,8 kg og á 400 m2 21,6 kg af fræ- og áburðar- blöndu. Þegar borið er á eins árs sáningu, er sem fyrr segir ráðlagt að nota 200—300 kg af blönduðum áburði á ha. Þetta svarar til 4—6 kg á 200 m2 reit og 8—12 kg á 400 m2 reit o. s. frv. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.