Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1971, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1971, Side 15
asta samband landsins í frjálsum íþrótt- um, og var skammt á eftir KR í bikar- keppni FRÍ. UMSK hefur nú innan sinna vébanda marga frækna frjálsíþróttamenn. Stúlkurnar í UMSK eru íandsþekktar og sigra nú í nær öllum frjálsíþróttagreinum og hafa sett fjölda Islandsmeta. Önnur sambönd hafa ekki eins góða aðstöðu til æfinga að vetrinum og leggja því höfuð- áherzluna á sumarþjálfunina. Frjálsíþróttaæfingar eru einnig stund- aðar árið um kring á Selfossi, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Dalvík, Húsavík, Hornafirði og í Keflavík og Neskaupstað og einnig í héraðs- og heimavistarskólum landsins. Margir af fræknustu íþrótta- mönnum héraðssambandanna stunda nám eða atvinnu í Reykjavík og njóta þar góðrar fyrirgreiðslu íþróttafélaganna. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur nú sigrað í heildarstigakeppninni á 7 landsmótum í röð: Hveragerði 1949, Eið- um 1952, Akureyri 1955, Þingvöllum 1957, Laugum 1961, Laugarvatni 1965 og Eiðum 1968. Urslit stigakeppninnar í frjálsum íþróttum ræður miklu um, hvaða sam- bandsaðili sigrar á landsmótinu. I frjálsíþróttakeppni landsmótsins spái ég UMSK sigri, ekki sízt vegna hins frækna kvennaliðs sambandsins. Eg hygg að Skarphéðinsmenn verði í öðru sæti og Snæfellingar í jiví þriðja. Önnur sam- bönd, er láta að sér kveða í þessum joaetti mótsins eru: UMSE, HSÞ, UMSB, UÍA, UMSS, USAH, USÚ og HSS. Einstakar greinar karlar 100 m. hlaup Guðmundur Jónsson, HSK, sigurvegari 1 100 m. á tveim síðustu landsmótum, Guðmundur Jónsson, HSK. hefur ekki æft spretthlaup sem skyldi tvö síðustu árin, en geri hann það, sigrar hann í þriðja sinn. Sævar Larsen, HSK, var með annan bezta tímann á landinu í 100 m. á síðasta ári (11,1 sek.). Hann hóf æfingar aftur eftir jmiggja ára hlé og er nú líklegastur sigurvegari á landsmótinu. Hann hljóp 100 m. 1965 á 11,3 sek. í fyrsta sinn, sem hann hljóp 100 m. hlaup. Geri aðrir betur! Sigurður Jóns- son, HSK, hljóp einu sinni 100 m. á liðnu ári á 11,0 sek. í meðv. (að Laugarvatni). Þátttaka í 100 m., 400 m. og boðhlaupi á sama mótinu gerir honum erfitt fyrir, en Sigurður er til alls vís. 100 m. hlaupið verður því sannkölluð „Skarphéðins- grein“. Guttormur Þormar, UÍA, Ölafur Unnsteinsson, HSK og Guðmundur Jóns- son, HSK, hafa allir unnið 100 m. lilaup- ið tvisvar sinnum á landsmótum UMFÍ. 400 m. hlaup Sigurður Jónsson, HSK og Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, 400 m. grinda- hlaupari, berjast um sigur í 400 m. hlaupi. Báðir eitilharðir keppnismenn. Sigurður vann glæsilegan sigur í bikar- keppni FRÍ á liðnu ári á 50,6 sek. og SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.