Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1971, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.04.1971, Qupperneq 17
Karl w » « «' «■. * ■-,»» Stefánsson, XJMSK. sinnum alls. Karl hefur tækni á heims- mælikvarða í þrístökki, og minnir hún á stíl Vilhjálms Einarssonar. Vilhjálmur var ásamt Pólverjanum Josef Schmidt, fyrr- verandi heimsmethafa, brautryðjandi í hinum svokallaða „hlaupstíl" í þrístökki. Karl vantar meiri hraða (hleypur 100 m. á ,,aðeins“ 11,5) og meiri fótastyrk til þess að stökkva á 16. metra og ná því að kom- ast í fremstu röð. Pétur Pétursson, Strandamaður, er einn efnilegasti þrí- stökkvari landsins. Silfrið er hans, verði hann með. Sigurður Hjörleifsson, HSH, er líklegur í verðlaunasæti. Hástökk Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, setti nýlega UMFÍ-met innanhúss og stökk 1,85 m. Hafsteinn er fjölhæfur íþrótta- maður á framfaravegi og líklegur til sig- urs. Stefán Hallgrímsson, UÍA, tugþraut- armaður, verður í 2. sæti. Hann notar hinn sérkennilega Fosbury-stíl, sem kenndur er við sigurvegarann á Olvm- píuleikunum í Mexíkó. Stefán stökk á síðasta ári 1,85 m. og sömuleiðis Karl West Frederiksen, UMSK. Þeir eiga allir saman UMFI-metið innanhúss, og eru allir líklegir til stórafreka á komandi ár- um. Stangarstökk Guðmundur Jóhannesson, HSH, setti UMFÍ-met innanhúss (4,15 m.) á fslands- meistaramótinu í vetur. Hann hefur nú bezta tækni íslendinga á trefjaglersstöng. Hann nær góðri sveigju á stöngina, sem skýtur honum upp á við á réttum tíma í góðu jafnvægi. 4,25—4,50 m. er ekki ólíklegur árangur fyrir hann í sumar. Þórólfur Þórólindsson, UÍA, Magnús Jak- obsson, UMSK, Skarphéðinn Ólafsson, USÚ, og Karl W. Frederiksen, UMSK, berjast um næstu sæti. Kúluvarp Kúluvarpið verður einvígi milli Snæ- fellinga og Strandamanna. Jón Pétursson, HSH, sigurvegari á síðasta landsmóti, á við meiðsli að stríða, og hafa þau dregið úr afrekum hans. Jón á glæsilegan keppn- isferil að baki. Hann stökk fyrstur fs- Stetán Hallgrímsson, XJÍA. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.