Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 23
Sérstaklega ber að sá gaumgæfilega í yztu jaðra flaganna, þannig að samfelld- ur gróður myndist með óhreyfða landinu. Rétt er að sá ekki of nærri akbraut veg- arins, og skilja eftir ræmu 1,5—2 m næst mölinni. Fé leitar alltaf í sáningu sem þessa og það eykur á hættuna á því að ekið sé á fé ef sáð er nærri akbrautinni. Astæðulaust er að sá í dýpstu lægðina þar sem vatn safnast saman og greinilega myndast lækir meðfram vegum. Sú sán- ing yrði hvort sem er gagnslaus þar sem gróðri skolaði burtu. Bezt er, ef hægt er, að sá svo snemma að raki sé ehn nægur í moldinni frá vetr- inum. Ef mjög þurrt er orðið, kemur til greina að raka yfir fræið, en venjulega hefur það þó ekki verið gert. Munið að vanda vel þessa vinnu því að verkin sýna merkin. Akveðið er að landgræðslan meðfram vegum verði um allt land sunnudaginn 6. júní. 3. S KÁKÞI N G U M F í Skákþing UMFÍ 1971 er nú hafið, og er þátttakan meiri en nokkru sinni fyrr, eða alls 14 sveitir. Vegna fjöldans er sveitunum nú skipt í 4 riðla og teflir sigursveitin úr hverjum riðla til úrslita á landsmótinu. Riðlaskiptingin er þannig: 1. riðill: UMSK, UMSB, USÚ, HSH. 2. riðill: USD, UNB, HVÍ, Umf. Bol- ungarvíkur. 3. riðill: UMSS, UMSE, HSÞ. 4. riðill: HSK, USVH, USAH. Framkvæmdaaðilar hver í sínum riðli eru: UMSK, HVÍ, UMSE og USAH. Sigursveitin hlýtur að launum sæmd- arheitið skákmeistari UMFÍ 1971 og hinn fagra verðlaunagrip „Skinfaxastyttuna“ til varðveizlu fram að næsta skákþingi UMFÍ. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.