Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 27
Stökkvarar og kastarar Notið æfingaseðil 100—200 m. hlaupara, eftir góða 25—30 mín. langa upphitun, en þó ekki nema helming hvers dags- skammts. Bætið síðan við kast- og stökkæfingum á hverja æfingu eða því sem næst. Kastarar einbeita sér að því að ná stíl og að kastið renni saman og kasta þá gjarna nokkuð mikið en eigi á fullu. Kastarinn skal þó aldrei ganga svo frá æfingu, að hann hafi ekki framkvæmt 6—10 köst á æfingunni með þvi sem næst fullri getu. Auk þess skulu æfðar lyftingar og margvíslegar teygju- og mýktaræfingar. Stökkvarar reyna að ná góðu valdi á stökkstil sínum, og þvi er mikið stokkið á hálfri atrennu og hugsað um ákveðin atriði hverju sinni, en mesta áherzlan er þó lögð á að ná góðum tökum á atrennu sinni, eða svo að í lok tímabilsins sé at- rennan orðin örugg og lengd hennar ákveðin. Stökkvarinn bætir nú við æfingu sína miklum fjölda smáhoppa og sérstakra æfinga til þess að auka stökksnerpu sína og ökklastyrk. 400 m. hlauparar Æfingar skuiu vera 5 sinnum i viku, alls 15 eftir þessum seðli, og nú skal leggja sérstaklega áherzlu á að allar æf- ingar, hvert einstakt hlaup hverrar æf- ingar, sé útfært með sem mestri mýkt og gott hlaupalag og fótaburður sé æft, hnén séu mátulega há í framsveiflu fótar, spyrnan góð og hreyfing fótar sé rúllandi aftur í niðurkomu skrefsins. Þá sé þess einnig gætt að armhreyfingar séu ó- spenntar og að armar sveifiist beint fram og aftur og hreyfist í axlarlið. Tímar þeir, sem gefnir eru upp til að æfa eftir, eru miðaðir við þá, sem s. 1. ár hlupu 400 m. á 57—61 sek. og æft hafa vel hinga ðtil, og hafa getu til að notfæra sér þetta prógramm. Þeir, sem náð hafa betri tíma en þetta, þurfa betri tíma á æfingunum. Hinir, sem lakari tíma eiga, þurfa að æfa á að- eins verri tímum, en upp eru gefnir. 1. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 12—16x200 m. hlaup á 33—35 sek. hvert hlaup með um það bil 1,30 mín. hvild- um á milli, en láta mun nærri að á þeim tíma lækki púlsinn niður í 120— 124 slög á mín., en svo langt niður þarf hann að fara áður en næsta hlaup hefst. Ef það tekur mikið lengri tima en þetta, er æfingin ekki næg fyrir þetta prógramm og þarf því að æfa hina seðlana betur en gert hefur verið. 3. 3000 m. hlaupnir á jöfnum hraða á um það bil 4,45 mín. hraða hvern km. 4. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. Gufa. 2. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 6—8x100 m. hlaup á 7/8 hraða og með c/a 1,30 mín. milli hiaupa sem hvíid. Hlaupið móti golu eða vindi ef hægt er. 3. 3—4x600 m. hlaup á rétt undir 2 min. (1,55—1,57) með um 3ja min. hvíldum á milii. Púlsinn niður í 120—124 slög áður en næsta hlaup hefst. 4. 6x150 m. beygiuhlaup með sérstakri áherzlu á að æfa hvar horft er niður á brautina og að það sé ekki nær hlauparanum en 20 m. fyrir framan hann. Hlaupið á góðum hraða! 5. Létt skokk í 5—10 mín. GDtt bað. 3. æfing: 1. 25—30 mín. upphltun. 2. 4—6x200 m. hlaup á um það bil 28,5— 30,5 sek. hvern sprett og með 4—10 mín. hvíldum á milli. 3. 6 viðbragðsæfingar með 40 m. hlaupi á góðri ferð inn í beygjuna. 4. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.