Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1972, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.04.1972, Qupperneq 10
Landgræðsla ungmennafélaga 1971 Hér á eftir fer yfirlit um landgræðslu- starf ungmennafélaganna árið 1971. Skrifstofa UMFI hefur tekið yfirlit sam- an eftir beztu fáanlegu heimildum, en samt ber að hafa það í huga að þetta er bráðabirgðaryfirlit. I skýrslum héraðs- sambanda og félaga vantar oft betri upp- lýsingar um þennan þátt starfsins, og oft hefur reynzt erfitt að fá nákvæmar tölur eftir á. Tölurnar í yfirlitinu eru þó ekki of háar en í sumum tilfellum að líkindum of lágar. Einnig er hugsanlegt að í yfirlitið vanti þætti einstakra aðila, en viðkom- andi eru beðnir að láta þá skrifstofu UMFÍ vita um það. Víðast hvar er í yfirlitinu greint frá landgræðslunni á sambandssvæðum hér- aðsambandanna. Þess ber þó að gæta, að sums staðar hafa héraðssamböndin stað- ið fyrir landgræðslunni, en sums staðar einstök félög eingöngu og enn annars staðar bæði héraðssambönd og félög. Ungmcnnafélagar í öllum landshlutum hafa ligt fram stóran skerf i baráttunni gegn gróð- ureyðingu landsins. Á síðasta ári sáðu ungmennafélagar yfir 200 lestum af fræi og áburði i uppblásið og örfoka land, og einnig í jarðsár meðfram vegum. Á myndinni sjást húnvetnsk- ir ungmennafélagar við landgræðslustörf. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.