Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 15
Upphaf hnignunar Stuttu eftir aldamótin var stofnað á Akureyri félag sem nefnt var Grettisfé- lagið. Mun það hafa verið íþróttafélag aðallega. Ekki mun það hafa orðið lang- líft. En þó orkaði það því, að sennilega má rekja hnignun glímunnar til starf- semi þess. Lét félagið gera forkunnar- fagurt belti, sem glímt skyldi um árlega og sá hljóta hverju sinni, sem fellt gæti alla keppinautana og vinna þar með titil- inn „glímukóngur íslands.“ Nú voru eng- ar ritaðar glímureglur til, svo að félagið lét semja reglur sem beltisglíman skyldi glímd eftir. Voru þessar reglur nokkuð frábrugðnar hinum óskrifuðu gömlu reglum. Virðast þeir sem sömdu reglurn- ar, hafa verið of mikið undir áhrifum af fallreglum í grísk-rómverskri glímu sem þá var mjög í móð, því að nú var ekki fall nema bol glímumanns væri ekið í gólfið. Þó hefði glíman ef til vill getað haldið glæsileik sínum, þrátt fyrir reglurnar, ef beltið hefði ekki komið til. Sjálfsagt var þetta gert til að efla glímuna, en reynsl- an varð bara sú að keppnin um beltið kallaði ekki fram betri og fegurri glímu heldur ofurkapp, sem hugsaði um það fyrst og fremst að vinna glímuna en ekki hvernig hún var glímd, og þar með var innleitt í glímuna þyngsla-, stirðbusa- og kraftatuskið. Söguleg átök Fyrsti áreksturinn milli Grettis-regln- anna og gömlu óskráðu reglnanna varð á hinni sögufrægu beltisglímu á Akur- eyri 1908. Sá árekstur varð er þeir glímdu Jóhannes Jósefsson og Pétur Jónsson á Gautlöndum (frá Reykjahlíð). Glíman byrjar á því að Pétur nær Jóhannesi Pétur Jónsson á Gautlöndum. Jósefssyni upp á klofbragði og leggur hann aftur á bak, en Jóhannes bregður hendi fyrir sig svo rassinn fór ekki í gólf. Pétur taldi manninn fallinn og níð að fylgja bragðinu meira eftir. En dómar- arnir töldu ekki byltu. Glíman hélt því áfram, og Pétur nær Jóhannesi enn tvisv- ar á klofbragði og leggur hann eins, en það er enn ekki talin bylta. En nú nær Jóhannes Pétri upp á klofbragði og legg- ur hann aftur á bak, og Pétur ber hönd fyrir, en nú eru engin lög um níð, Jó- hannes kastar sér ofan á Pétur og kem- ur bol hans í gólfið með þvi að brjóta á honum handlegginn. Reynsla sú sem fékkst af þessari glímu, varð til þess að allir Þingeyingar sem voru í glímunni, neituðu að glíma áfram við þær glímureglur sem beinlínis leiddu til slysa. Að endingu óska ég þess að stjórn Glímusambands íslands auðnist að bjarga glímunni upp úr þeim Ijótleika krafta- og þyngslastympinga sem glíman hefur verið í um sinn og veita henni aft- ur fegurð, léttleika og fimi. Veltur þar ekki minnst á glímudómurunum, að þeir skilji glímuna og leyfi ekki Ijótleika og þyngslastympingar í glímum. Glúmur Hólmgeirsson SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.