Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 18

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 18
JSr jrnn. ' Dr. Richard Beck B 75 ára | Dr. Richard Beck prófessor við ríkis- háskólann í Norður-Dakoda í Bandaríkj- unum varð 75 ára 9. júní s. I. Dr. Richard stundaði háskólanám vestan hafs og hef- ur verið búsettur þar síðan. Hann er öll- J ’s)É' um íslendingum kunnur fyrir forystu í þjóðræknismálum íslendinga í Vestur- heimi og ekki síður fyrir óþreytandi land- kynningarstarf þar vestra. Hann er mjög vinsæll fyrirlesari og flutt fjölda fvrir- lestra og skrifað greinar um ísland og Islendinga. íslendingar standa í mikilli þakkar- skuld við dr. Richard Beck fyrir starf hans, og mörgum er hann að góðu kunn- ur frá heimsóknum hans á Islandi. I æsku sinni var hann einn af þeim ungu mönn- um sem óx upp með ungmennafélags- hreyfingunni og hún með þeim. Æ síð- an hefur hann sýnt samtökunum tryggð og stuðning. I bréfi til Skinfaxa, sem rit- að er skömmu fyrir 75 ára afmælið segir hann m. a.: „En sem ungmennafélagsmaður á yngri árum mínum, bæði austur í átt- högum mínum í Reyðarfirði og á Akur- eyri, á ég ungmennafélögunum þakkar- skuld að gjalda fyrir holl hugsjónaleg og þjóðræknisleg áhrif, tekur það einnig til Skinfaxa, sem ég hef lesið bæði á mín- um yngri árum heima á ættjörðinni og síðan ég fluttist vestur um haf haustið 1921. Ævifélagi í Ungmennafélagi ís- lands gerðist ég 1937. Skinfaxi hefur sýnt mér þann sóma að birta eftir mig margar greinar, ræður og ljóð. Einnig hef ég í heimferðum minum til ættjarð- arinnar notið þeirrar ánægju að flytja ræður víða á ungmennafélagssamkom- um, Þetta hefur haldið mér í tengslum við félögin og félagsfólk, enda hef ég átt og á fjölmarga góðvini í þerra hópi, sem ég met mikils. Allt verður þetta mér of- arlega í þakklátum huga á þeim tíma- mótum ævi minnar, sem nú fara í hönd.“ Og á þessum tímamótum í ævi sinni sendir dr. Richard Beck Skinfaxa nýtt kvæði, sem hann hefur tileinkað íslenzku ungmennafélögunum. Fyrir það skulu honum færðar þakkir og einnig fyrir allt hans óeigingjarna starf sem útvörður þjóðarinnar í annarri heimsálfu. Skinfaxi sendir honum hamingjuóskir og ámar honum allra heilla á afmælinu. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.