Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 25
fámennum byggðarlögum, sem engar í- þróttir geta stundað, en eru þó og hafa verið í áratugi helzti félagavettvangur sveitanna og hafa unnið æskufólki ómet- anlegt gagn. Fullyrðingar bréfritara eru raunar sums staðar ærið reikular og óskýrar. Á öðrum stað svara þeir sjálfir spurning- unni: „Hvert er raunverulega aðalstarf ungmennafélaga og héraðssambanda víða um land?“ Síðan svara þeir: „Við teljum hiklaust að það séu æskulýðsmál og þá um leið iþróttamál.. . “ Ef taka má þessa fullyrðingu alvarlega, þá er full- yrðing þeirra um að „iþróttir og fréttir af íþróttalífi frá landsbyggðinni" sé hið raunverulega starf ungmennafélaga, út í bláinn. Auðvitað eru öll stefnumál UMFÍ æskulýðsmál á sama hátt og íþróttir, en fullyrðingum bréfritara ber ekki saman. Hálfvolgar og óhreinar dylgjur bréf- ritara eru tæpast svaraverðar. Allir ung- mennafélagar hljóta að taka undir, að „ . . . efni blaðs sem þessa og útgáfa má ekki vera þannig að unga fólkið hafi enga ánægju af að kynna sér efni þess ..“ Eru bréfritarar með þessu að drótta slik- um löstum að Skinfaxa? Sívaxandi út- breiðsla blaðsins og batnandi hagur vitna um annað, þótt auðvitað sé blaðið ábóta- vant um margt. Og hvað er átt við með flimtingum eins og: „Hugsjónirnar mega ekki fara út í öfgar?“ Ef meining bréf- ritara er góð, eins og þeir fullyrða sjálfir, þá fer betur á því að sýna einurð og hreinskilni. Hálfkveðin ámæli og órök- studdar fullyrðingar eru engum málstað til góðs. Framangreind atriði varða öll efni blaðsins, en undirritaður telur sig ekki þess umkominn að svara spurningum frá mönnum úr sjálfri forystusveit ung- mennafélaganna um það, „hvort ung- mennafélagshreyfingin sé virkilega að dofna upp og verða að engu.“ Ég verð þvi að visa spurningunni til föðurhús- anna eða annarra forystumanna. Ég gæti trúað að einhverjir vildu leggja orð í þann belg. Tillaga bréfritara um að blaðið komi út mánaðarlega er vissulega athyglisverð, en hún er auðvitað ekki ný og hefur oft verið rædd. Árið 1969 var blaðið stækkað síðast, en einmitt smæð þess gerir það erfitt að sinna öllum þeim fjölmörgu hugðarefnum sem vissulega eru á döf- inni hjá ungmennafélögunum. Útgáfu- málin eru í stöðugri athugun hjá stjórn UMFÍ, sem er lika útgáfustjórn blaðsins. Tillagan um fjölgun hefta á ári hefur einmitt verið til umræðu undanfarið. Blaðið er auðvitað allt of smátt fyrir svo vel starfandi fjöldahreyfingu, sem ung- mennafélögin raunverulega eru. Stækkun þýðir auðvitað stóraukin útgáfukostnað og hækkun áskriftargjalda. Varðandi spurningu bréfritara um það, hvort ekki væri sparnaður að því að hafa lakari pappír i blaðinu en gert er, vil ég taka fram eftirfarandi: Pappírskostnað- ur er lítill hluti af útgáfukostnaði blaðs, líklega 1/6 hluti af prentsmiðjukostnað- inum einum. Þótt horfið væri til lakari pappírs (sem myndi þýða lakari áferð og leiðinlegri myndir), þá yrði sá sparnaður hverfandi lítill. Það ætti líka að vera á- stæðulaust, þar sem Skinfaxi er eitt af þeim fáu blöðum sem ber sig fjárhags- lega hér á land. Ég tek með þökkum tillögu bréfritara um að stofna „einhverskonar pósthólf“ í blaðinu, og það fer vel á því að bréf þeirra félaga birtist þar fyrst. Sú við- leitni var þó raunar fyrir hendi með þættinum „Samtíð og framtíð", eins og þeir vita er fylgzt hafa með honum. Fáir hafa hins vegar sent efni í þann þátt, og sjálfsagt að reyna nýtt form. Öðrum spurningum og aðdróttunum í garð UMFÍ í bréfi þeirra félaga læt ég ósvarað, enda stendur það öðrum nær en mér að svara slíku. E. Þ. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.