Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 20
FRA STARFINU HÉRAÐSÞING USAH var haldið að Húnaveri 7. maí. Fulltrúi UMFÍ á þinginu var Guðjón Ingimundar- son varaformaður UMFÍ. Magnús Ólafsson formaður USAH flutti skýrslu stjórnar og ræddi um störf USAH, en þau hafa verið með miklum ágæturn að undanförnu, unnið hefur verið veru- legt starf i þá átt að koma fjárhag sam- bandsins í viðunandi horf og hefur það tekizt allvel undir forystu Magnúsar. Húnavakan heppnaðist vel að vanda, og svo má einnig segja um samkomur USAH 17. júní og spilakeppni sem USAH efndi tily s. 1. vetur. Þá var þáttaka USAH í 14. Landsmótinu með miklum myndarbrag. Magnús Ólafsson, sem verið hefur mjög farsæll í starfi sinu sem formaður USAH gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn USAH skipa nú: Formaður: Valgarð Hilmarsson, Jón Ingvason, Jóhann Guðmundsson, Ottó Finnsson, Valur Snorrason. HÉRAÐSÞING ÚLFLJÓTS var haldið að Mánagarði í Nesjum, sunnudaginn 27. maí. Torfi Steinþórsson formaður USÚ flutti skýrslu stjórnar, og bar þar hæst íþróttastarfsemi samþands- ins sem er með miklum blóma. Þá gekkst USÚ fyrir spurningakeppni sem heppn- aðist með ágætum. Úlfljótur átti 40 ára afmæli þingdaginn og var þeirra tíma- móta minnzt á þinginu. Fyrir hönd UMFÍ voru mættir þeir Pálmi Gíslason og Sig- urður Geirdal. Við þetta tækifæri var afhentur for- kunnafargur bikar, gefinn af Niels Ibsen formanni DDGU, fyrir frábæra íþrótta- starfsemi Úlfljóts við erfiðar aðstæður, enda hefur t. d. þátttaka frjálsíþrótta- fólks USÚ á íþróttamótum verið til fyrir- myndar. Alls sótti það 8 íþróttamót utan- héraðs auk þátttöku i tveim utanlands- ferðum. Sigurður Geirdal afhenti Torfa Steinþórssyni formanni USÚ bikarinn og auk þess var Torfi sæmdur starfsmerki UMFÍ við þetta tækifæri. Stjórn USÚ skipa nú: Formaður: Torfi Steinþórsson, Meðstjórnandi: Þorsteinn Geirsson, Meðstjórnandi: Hreinn Erlendsson. HÉRAÐSÞING USVH U.SYH. var haldið 6. maí s. 1. á Hvammstanga. Fulltiúi UMFÍ á þinginu var Guðjón Ingimundarson, varaformaður UMFÍ. Sigurður Björnsson formaður USVH flutti skýrslu stjórnar og kom þar m. a. fram ágæt starfsemi USVH að íþrótta- málum á síðasta ári, háð var keppni við 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.