Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 5
Sambandsráðsfundur UMFÍ LANDSMÓTIN STÆKKA 18. sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn í Hótel Akranesi laugardaginn 3. júní 1972, og hófst hann kl. 9 árdegis. Fundinn sátu 21 fulltrúi, auk gesta, starfsmanna og stjórnar UMFÍ. Gestir fundarins voru þeir Reynir Karlsson, Þorsteinn Einarsson, Gylfi ísaksson bæj- arstjóri og Daníel Ágústínusson. Gest- gjafi fundarins var Umf. Skipaskagi og bauð formaður þess, Garðar Óskarsson, fundarmenn velkomna í upphafi fundar. Formaður UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson setti fundinn og tilnefndi þá Svein Jóns- son, UMSE og Garðar Óskarsson, Umf. Skipaskaga fundarstjóra. Aðalverkefni fundarins var að ganga frá reglugerð um 15. landsmót UMFÍ, en drög að þeirri reglugerð voru lögð fram á síðasta sambandsþingi. Þingið vísaði tillögunum síðan til sambandsaðilanna svo að þau gætu kynnt sér reglugerðina betur, enda var nokkuð um nýmæli í henni. Skyldi jiað síðan vera verkefni 18. sambandsráðsfundar að ganga endanlega frá málinu. Reglugerðir landsmótanna eru viðfangsmiklar og stöðugt þarf að aðlaga þær nýjum tíma og aðstæðum, enda vaxa mótin stöðugt hvað snertir þátttakendafjölda og keppnisgreinar. Fundurinn samþykkti að lokum ein- róma reglugerð sem felur í sér nokkra lengingu á landsmótinu miðað við það sem verið hefur. Gert er ráð fyrir að næsta landsmót hefjist um miðjan föstu- dag og ljúki á sunnudagskvöldi. Nokkuð var fjölgað greinum mótsins, einkum í sundkeppninni, og einnig var samþvkkt að taka skákkeppnina inn í stigareikn- inginn í fyrsta sinn. Skinfaxi mun fjalla nánar um landsmótsreglugerðina í næsta blaði og geta um helztu nýmæli í henni. FÉLAGSMÁLAFRÆÐSLAN Annað verkefni fundarins var að fjalla um framtíðarskipan fræðslumála UMFÍ, en sá þáttur starfseminnar hefur nú ver- Hluti fundarmanna á sambandsráðsfundinum á Akranesi. (Ljósm.: Sig. Geirdal.) SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.