Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 9
íslandsmeistari í víðavangshlaupi Námskeiðsfólk i sundblaki i sundlauginni aS Leirá. allir mjög góða skemmtun af þáttum þeim er fram komu. Allt efni, sem ritað var á námsskeið- inu um undirbúning og framkvæmd ung- mennabúða hefur verið fjölritað fyrir þátttakendur, svo og stutt lýsing á skemmtiþáttum sem alls reyndust yfir 60. Auk þessa var þátttakendum útveg- að eintak af segulbandsspólu með kvöld- vökusöngvum. Þessu fyrsta námskeiði hérlendis um stjórnun og rekstur ungmennabúða er nú lokið. Það hefur sýnt sig að mjög var tímabært að hefja þessa fræðslu, og er það ákveðin stefna stjórnar UMFÍ að slík námskeið verði haldin árlega. Hefur verið rætt um að næsta ár verði einnig einskonar I. stigs námskeið, en síðan yrði stefnt að því vorið 1974 að halda II. stigs námskeið. Stjórnin þakkar þátttakendum áhuga þeirra. Þeir hafa lýst ánægju sinni með námskeiðið og vonar stjórnin að þeir megi nýta þekkingu sína, æskufólki okk- ar til handa í starfi ungmennabúða í nú- tíð og framtíð. Slgurður R. Guðmundsson. Fyrsta vlðavangshlaup íslands var háð i snævi þöktum Laugardalnum i Reykjavik sunnudaginn 26. marz s.l. Jón Sigurðsson, HSK, sem verið hefur bezti langhlaupari landsins siðustu ár, sigraði i flokki fullorð- inna. Á efri myndinni er Jón (nr. 80) ásamt Ágústi Ás- geirssyni, ÍR, sem varð annar. Á myndinni til hliðar er Jón að keppa i 5000 m. á Júnimóti FRÍ, en þar sigraði hann með yfir- burðum. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.