Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 13
sem bezt. Árangurinn yrði samt ekki nógu góður í íþróttunum nema jafnfram yrði félagsleg vakning. Virkja þarf miklu fleiri til þátttöku og starfa innan ung- mennafélaganna. Arnaldur kvaðst álíta að HSÞ stæði nú á tímamótum. Starfið hefði verið með daufara móti undanfar- ið, en nú væri mikil áhugi fyrir nýjum átökum og auknu starfi. Verkefnin væru því næg og við margt að glíma, og Arnaldur kvaðst hlakka til að takast á við þessi verkefni. Guðmundur Gíslason hefur verið fram- kvæmdastjóri Ungmennasambands Kjal- arnesþings síðan um síðustu áramót, fyrst í hálfu starfi en frá 1. júní í fullu starfi. Stjórn UMSK hefur ákveðið að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf framvegis. Mikið starf er unnið innan UMSK og miklar framkvæmdir á döf- inni. UMSK hefur komið á fót íþrótta- miðstöð að Varmá í Mosfellssveit, og tekið á leigu heimavist skólans, sem áð- ur var rekin sem hótel. Þar verða starf- ræktar ungmennabúðir á 6 námskeiðum í sumar, og verða um 30 börn og ung- ingar á hverju námskeiði. Þama verða einnig æfingabúðir fyrir íþróttahópa og keppnislið. Þessari aðstöðu er auðvitað komið upp fyrst og fremst fyrir UMSK, en aðrir íþróttaaðilar fá þarna aðstöðu líka. Verið er að ganga frá malai-velli og hlaupabrautum að Varmá, svo og gras- velli, og ágæt sundlaug er á staðnum. Mosfellshreppur hefur mjög stutt þessa starfsemi og greitt fyrir henni, og sveit- arfélögin á sambandssvæðinu styrkja UMSK vel, enda hefur sá styrkur orðið mjög til eflingar íþróttastarfs í héraðinu. íþróttamiðstöðin að Varmá er á félags- Guðmundur Gislason svæði Umf. Aftureldingar og rekin í samvinnu við það félag. Starfið innan UMSK er alls staðar vax- andi og hefur hvergi dofnað, sagði Guð- mundur. Við leggjum áherzlu á að treysta samheldni félaganna, enda er samvinnan ágæt. í þessu skyni efndum við í marzmánuði til fundar á Hlégarði, þangað sem stjórn UMSK kvaddi stjórn- ir allra aðildarfélagana til fundar svo og formenn íþróttadeilda, þar sem þær eru. Þarna fluttu erindi formaður og fram- kvæmdastjóri UMFÍ, æskulýðsfulltmi ríkisins og formaður og framkvæmda- stjóri UMSK. Síðan voru hringborðsum- ræður, og árangurinn af fundinum var mjög góður og jákvæður. íþróttastarfið í UMSK er mikið og verður stöðugt fjölþættara. Héraðsmót eru haldin í fjölmörgun greinum, t. d. var í vetur fyrsta sinn UMSK-mót í bad- minton og bridge. Mikil vinna er að skipuleggja öll þessi mót, bæði vetur og sumar. UMSK á 50 ára afmæli á þessu ári, en er unnið af krafti að undirbúningi af- mælishátíðahalda. Þess má geta að Guð- mundur er borinn og barnfæddur UMSK maður, hann er frá Hálsi í Kjós og lauk kennaraprófi nú i vor. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.