Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 22
bandinu keppti í knattspyrnu í deildar- keppni HSK. Félög innan USVS eru nú 5 talsins með um 270 félaga. Formaður sambandsins Haukur Valdi- marsson baðst undan endurkjöri, en hann hefur unnið farsælt starf þessi tvö síðastliðin ár. í stjórn voru kosnir fyrir næsta starfs- ár: Formaður: Helgi Gunnarsson, Umf. Drang. Gjaldkeri: Þorsteinn Gíslason, Umf. Ármann. Ritari: Hannes Kjartansson, Umf. Skafta. Til vara: Einar Klemensson, Umf. Reynir. Reynir Ragnarsson, Umf. Drang. Jón Júlíusson, Umf. Skafta. 51. ÁRSÞING UMSE var haldið að Húsabakkaskóla dagana 22.-23. apríl s. 1. UMSE átti 50 ára af- mæli á árinu og var því um afmælisþing að ræða, enda mikið um dýrðir. Af hálfu UMFÍ sóttu þingið þeir Hafsteinn Þor- valdsson form. UMFÍ, og Sigurður Geir- dal, framkvæmdastjóri samtakanna. Þingið sóttu á milli sextíu og sjötíu full- trúar frá 12 félögum. Starfsemi UMSE var allgóð á síðasta ári sem endranær, enda er UMSE eitt traustasta og bezt skipaða héraðssam- bandið innan UMFÍ, og er ein ástæðan til þess efalaust sú að UMSE hefur um ára- bil haft framkvæmdastjóra í starfi allt árið og eins hefur UMSE haft á að skipa óvenjustórum hópi hæfra félagsmanna til forystustarfa. Sveinn Jónsson, form. UMSE, setti >> Fulitrúar á ársþingi UMSE. (Ljósm. Geirdal). þingið og skipaði þá Hauk Halldórsson og Sigurður V. Sigmundsson, þingfor- seta, en Magnús Kristinsson og Birgi Þórðarson þingritara. Eins og fyrr segir var þingið fjölsótt og voru umræður bæði fjörugar og málefnalegar. Helztu um- ræðuefni voru liðið starfsár svo og hvernig auka mætti starfið og bæta í framtíðinni, þá kom fram vilji þingfull- trúa og stjórnar í þá átt að ráða í fram- tíðinni framkvæmdastjóra í fullt starf allt árið. Rætt var um væntanlega þátt- töku UMFÍ í hátíðarhöldunum vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar o. fl. Að kvöldi fyrri þingdagsins var efnt til afmælisfaðnaðar að Víkurröst á Dalvík og mættu þar um 250 gestir. UMSE barst fjöldi gjafa og heillaóska og fjölmargar ræður voru fluttar. Jón Stefánsson flutti sögu sambandsins og ýmis skemmtiatriði voru á boðstólnum. Þrír eldri ungmennafélagar þeir Guð- mundur Benediktsson frá Breiðabóli, Helgi Símonarson Þverá og Jón Stefáns- son Dalvík voru sæmdir starfsmerki UMFÍ og einnig var Jón Stefánsson sæmdur gullmerki ÍSÍ. Samkvæmið tókst með ágætum og var UMSE til hins mesta sóma. Stjórn UMSE skipa nú: Formaður: Sveinn Jónsson, Ritari: Haukur Steindórsson, Gjaldkeri: Birgir Marinósson, Varaformaður: Haukur Halldórsson, Meðstjórnandi: Vilhjálmur Björnsson. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.