Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 21
Strandamenn í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, reglulegar æfingar voru yfir sumarið við Reykjaskóla. Þá taer að nefna þátttöku USVH í 14. Landsmótinu og ut- anferð UMFÍ. USVH varð 40 ára á árinu, og var ákveðið að gefa út myndarlegt af- mælisrit í þessu tilefni. Sigurður Björns- son formaður USVH baðst undan endur- kjöri, en hann hefur gegnt formanns- starfi USVH af miklum sóma undanfar- in tvö ár. í stað hans var kjörinn sem formaður Rafn Benediktsson, Staðar- bakka, en aðrir í stjórn eru þeir: Sigvaldi Sigurjónsson, Urriðaá, gjaldk. Óskar Konráðss., Hvammstanga, varaf. Þórður Hannesson, Galtanesi, ritari, Þorst. Sigurjónsson, Reykjum, meðstj. AÐALFUNDR UMF. BOLUNGARVÍKUR var haldinn 5. mai í Félagsheimili Bol- ungarvíkur. Mættir voru milli 30 og 40 fulltrúar og urðu líflegar umræður um félagsmálin. Fulltrúi UMFÍ á fundinum var Sigurður Geirdal. Formaður Umf. Bolungarvikur Aðal- steinn Kristjánsson setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Kom þar m. a. fram að Umf. Bolungarvikur hefur fjöl- þætta starfsemi s. s. iðkun knattspyrnu, leikfimi og skíðaíþróttina auk þess er skák mjög vinsæl i Bolungarvík. Þá gekkst félagið fyrir myndarlegri sumar- hátíð í Skálavík. Félagið er aðili að í- þróttabandalagi ísafjarðar og á þar full- trúa í stjórn. Aðal umræðuefni fundarins var hlut- verk félagsins í uppeldi og menningar- málum staðarins, svo og hvernig helzt væri hægt að minnast 65 ára afmælis félagsins sem er á þessu ári. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Aðalsteinn Kristjánsson, Varaformaður: Óskar Hálfdánarson, Gjaldkeri: Víðir Benediktsson, Ritari: Jón E. Guðmundsson, Meðstjórn.: Hallgrímur Kristjánsson. Forystumenn Umf. Bolungarvíkur, Aðalsteinn Kristjánsson form. t. h. og Geir Guðmunds- son t. v. ÁRSÞING USVS var haldið að Kirkjubæjarklaustri sunnu- daginn 11. júni s. 1. Mættu fyrir hönd UMFÍ var Sigurður Geirdal. Formaður USVS Haukur Valdimarsson, setti þing- ið og flutti skýrslu stjórnar en Þorsteinn Gíslason las upp reikninga og skýrði þá. Tvö ár eru nú liðin síðan USVS var endurreist og var þá félagssvæði þess stækkað um leið, þannig að nú nær sam- bandið yfir alla Vestur-Skaftafellssýslu en starfaði áður aðeins austan Mýrdals- sands. Nokkur reynsla er þvi komin á þessa tilraun og er hún i alla staði já- kvæð. Sambandið hefur staðið fyrir þvi að fá íþróttakennara í héraðið og hefur það verið mikil lyftistöng fyrir íþróttirnar á svæðinu. Þá hefur starfsemi hinna ein- stöku félaga eflzt á þessum tíma. Af skýrslu sambandsins fyrir síðasta ár sést glöggt hvað starfsemi hefur vaxið frá því sem var fyrir tveim árum. Nú sendi USVS í fyrsta skipti keppendur á Landsmót UMFÍ, einnig var nú í annað sinn haldið héraðsmót þar sem keppt var í knattspyrnu drengja og fullorðinna auk frjálsra íþrótta. USVS tók myndarlega þátt í landgræðslunni og lið frá sam- SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.